3.4.2009 | 00:46
Dregið í land eða hvað?
Lilja Mósesdóttir frambjóðandi hjá VG sagði í Morgunblaðinu 26. mars að VG muni leggja á 2% sanngjarnan eignarskatt eftir fyrirmynd frá öðrum Norðurlöndum.
Nú er þessi yfirlýsing Lilju sem Steingrímur einnig endurtók í Sjónvarpinu allt í einu kölluð hræðsluáróður. Hvað eiga kjósendur að halda.? Hver er skattastefna VG?
Það er að sumu leiti óréttlátt að gagnrýna aðeins VG. VG hefur að minnsta kosti talað um skattamál sem er meir en aðrir flokkar hafa gert.
Hvar standa S, B og D í þessum málum? Kjósendur verða að fá tölulegar upplýsingar varðandi stefnu allra flokka í ríkisfjármálum fyrir kosningar en ekki eftir.
Árétting um eignaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.