Góður listi en forðast ber pólitískar freistingar!

Ég hef oft sagt að auglýsing um stöðu Seðlabankastjóra er ekki besta aðferðin.  Þetta sendir út röng skilaboð um stöðu starfsmannahalds ríkisins og oft sækja ekki bestu kandídatarnir um starfið.  Þetta er ein helsta ástæðan hvers vegna auglýsing er ekki notuð í nágrannalöndum okkar.  En Ísland er ekki eins og önnur lönd.  Það ætti að vera orðið augljóst nú og það á einnig við um þessa auglýsingu.

Margir metnir menn hafa sótt um og listinn er eins góður hægt er að búast við.  Nú þegar fjöldi hagfræðinga hafa sótt um er það ekki þeirra sérfræðiþekking sem skiptir máli. Þeir eru allir með góða og gilda menntun.  Nú er það reynslan og mannlegir eiginleikar sem skipta máli. 

Þeir sem sýnt hafa sjálfstæða hugsun, hugrekki og þrek, eiga að skipa efstu sætin.  Það versta sem gæti hent væri að ráða þægan kjölturakka.  Einhvern sem aldrei mun andmæla ráðherrum S og VG.  Nei nú þurfa stjórnvöld að sýna hvað í þeim býr.  Ekkert mun byggja upp traust og trúveruleika hjá Seðlabankanum eins og óháð, sjálfstæð og gagnrýnin hugsun og aðferðafæri.  Nú mega stjórnmálamenn ekki bregðast þjóðinni.  Ekki falla í þá gryfju að skipa "Davíð" á vinstri kantinum.


mbl.is Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þorvaldur Gylfason.

Pólutískur að vísu, en hvorki öfgamaður til hægri, eða vinstri.

Yfirburðarmaður á sínu sviði. Heiðarlegur, hreinskiptinn og fagmaður af guð-snáð.

Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kolbrún,

Svo segir Sprengisandur á eyjan.is

Nú segja heimildir að búið sé að ákveða að Már Guðmundsson verði Seðlabankastjóri. Aðrir umsækjendur eigi ekki möguleika. Ef svo er þá er það svo sem ekkert nýtt þegar skipað er í bestu embættin hér hjá okkur, enda hefur fram að þessum síðustu og verstu tímum, verið talið að mesta spillingin á Íslandi sé skipan embætti. Síðustu afrek í viðskiptum og efnahagsmálum slá það vissulega út.
Aðrir umsækjendur, svo sem Arnór Sighvatsson og Þorvaldur Gylfason eiga enga möguleika, reynist heimildirnar réttar.

Ef þetta er rétt hefur ekkert breyst í starfsmannahaldi ríkisins.  Ætlar Jóhanna virkilega að falla í sömu gryfju og Geir.  Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það.  Nú verður gaman að fylgjast með hverjir sitji í þessari sérstöku matsnefnd.  Hafa þeir nöfn og hvernig voru þeir skipaðir?  Ekki segja mér að það sé kamarsstækja af þessu og að "vinstri Davíð" sé að rísa upp svona rétt fyrir páska. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.4.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband