Matarskattur eftir kosningar?

Þessar tölur tala sínu máli. 

Samdráttur í neyslusköttum er gríðarlegur en kemur ekki á óvart.  Stór hluti landsmanna kaupir fátt annað en mat og bensín.  Þessi breyting í neyslumynstri er stór og þar sem matur ber ekki vask eru áhrifin mikil fyrir ríkið. 

Mjög líklegt má teljast að einhvers konar matarskattur verði lagður á  eftir kosningar, alla vega á munaðarvörur.  Þetta er hins vegar skattur sem er tabú fyrir alla flokka. 

Hin algjöra skattaþögn allra flokka er orðin ansi grunsamleg!


mbl.is Handbært fé ríkissjóðs dregst verulega saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst þér ekki merkilegt að fólk ætli unnvörpum að kjósa núverandi stjórnarflokka útá það að þeir láti ekkert uppi um skattahækkunaráform sín eða niðurskurð fyrir kosningar !

Líklega þykjast  kjósendur bara vera fífl þegar Gallup hringir ?

Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Alveg sammála, þetta gengur ekki með þessa þögn.  Svo eiga atvinnulausir að hugsa rökrétt.  Hvaða flokkur er líklegastur að skapa flest störf?  Hvaða flokkur hefur mesta reynslu í þessu efni?  Sama hvað menn segja um Sjálfstæðisflokkinn og hans fortíð sem réttilega er gangnrýnisverð þá verður fólk að huga að framtíðinni og D flokkur hefur meiri skilning á atvinnumálum en VG.  Þar með er ekki sagt að VG hafi ekki góðar hugmyndir og áform en himinn og haf er á milli hugmynda og athafna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.4.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband