2.4.2009 | 19:15
Matarskattur eftir kosningar?
Þessar tölur tala sínu máli.
Samdráttur í neyslusköttum er gríðarlegur en kemur ekki á óvart. Stór hluti landsmanna kaupir fátt annað en mat og bensín. Þessi breyting í neyslumynstri er stór og þar sem matur ber ekki vask eru áhrifin mikil fyrir ríkið.
Mjög líklegt má teljast að einhvers konar matarskattur verði lagður á eftir kosningar, alla vega á munaðarvörur. Þetta er hins vegar skattur sem er tabú fyrir alla flokka.
Hin algjöra skattaþögn allra flokka er orðin ansi grunsamleg!
Handbært fé ríkissjóðs dregst verulega saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Finnst þér ekki merkilegt að fólk ætli unnvörpum að kjósa núverandi stjórnarflokka útá það að þeir láti ekkert uppi um skattahækkunaráform sín eða niðurskurð fyrir kosningar !
Líklega þykjast kjósendur bara vera fífl þegar Gallup hringir ?
Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 21:14
Halldór,
Alveg sammála, þetta gengur ekki með þessa þögn. Svo eiga atvinnulausir að hugsa rökrétt. Hvaða flokkur er líklegastur að skapa flest störf? Hvaða flokkur hefur mesta reynslu í þessu efni? Sama hvað menn segja um Sjálfstæðisflokkinn og hans fortíð sem réttilega er gangnrýnisverð þá verður fólk að huga að framtíðinni og D flokkur hefur meiri skilning á atvinnumálum en VG. Þar með er ekki sagt að VG hafi ekki góðar hugmyndir og áform en himinn og haf er á milli hugmynda og athafna.
Andri Geir Arinbjarnarson, 2.4.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.