Kjósendur í áskrift svara en hvað með hina?

Aðeins helmingur tók afstöðu í þessari skoðanakönnun.  Hvernig mun hinn helmingurinn kjósa?  Um þetta mun slagurinn standa næstu 4 vikurnar.  Þeir sem ekki hafa gert upp sinn hug eru ringlaðir sem aldrei fyrr.  Hver er hinn raunverulegi málefnalegi munur á milli flokkanna fyrir utan ESB aðild?  Hverjum geta 18,000 atvinnulausir best treyst til að skapa ný störf?  Spurningarnar eru margar en svörin fá frá flokkunum. 

Stefnuleysi skilar flokkunum stöðuleika í skoðanakönnunum.  Við hverju var að búast.   


mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er fréttnæmt við þessa frétt er það að fjórðungur þjóðarinnar er búinn að gleyma því hver ber ábyrgð á efnahagshruninu. Hvergi í heiminum gæti það gerst að 25% einnrar þjóðar myndi kjósa flokkinn sem bæri ábyrgð á viðlíka skandal og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er kannski ekki það sem er verst við þetta allt saman, það er að fólkið sem kýs þennan blessaða flokk myndar sér aldrei sjálfstæða skoðun. Meira að segja formaðurinn lætur flokkinn ráða skoðunum sínum. Á fimmtudegi segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn verði að gefa forystu flokksins skýrt umboð til að fara í aðildarviðræður við ESB. Á sunnudegi á landsfundi segist hann mjög sáttur við þá niðurstöðu FLOKKSINS að Íslandi sé best borgið utan ESB. Ég vorkenni fólki sem getur ekki myndað sér sjálfstæðar skoðanir og þarf að láta flokk segja sér hvað það á að hugsa. Bjarni lét flokkinn segja sér hvaða skoðun hann ætti að hafa og skósveinar flokksins láta svo forystu þessa flokks segja sér hvaða skoðun þaeir eigi að haf.

Valsól (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 20:46

2 identicon

Aldrei nokkurn tíman hef ég fengið hringingu frá þessum skoðanakannanafyrirtækjum

Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Pirrandi hversu Valsól kann mikið frá Ólafi kóngi að segja án þess að hafa heyrt hann né séð.

Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband