... og endurskoða þarf þjóðhagsspá

Er von að menn spyrji um sölu bankanna enda er hún hornsteinn í nýlegri þjóðhagsspá.  Ef ekki tekst að selja bankanna versnar ríkishallinn.  Finna þarf fjármagn til að stoppa upp í það mikla og óvænta gat.  Ekki er líklegt að það fáist frá AGS svo þá er bara einn kostur eftir:  enn meiri niðurskurður og hærri skattar. 

Mjög ólíklegt er að einhverjir erlendir aðilar hafi áhuga á þessum bönkum alla vega ekki á meðan krónan er hér við líði.  Íslenskur almenningur hefur ekki afgangsfé á milli handa til að fara að kaupa hlutabréf í bönkum.  Svo er spurningin hvort þeir sem hafa peninga eru tilbúnir til að setja þá í íslenska banka.  Treysta menn stjórnvöldum til að fara með sitt sparifé?  Það er spurningin. 


mbl.is Einkavæðing bankanna óákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband