Króna fjötur um fót

Alltaf er betur að koma í ljós hversu óútreiknanlegir vegir krónunnar eru.  Nú er að spretta upp nýr gjaldeyrismarkaður fyrir utan landsteinana fjarri öllum höftum.  Krónubréfhafar selja sín bréf og krónur til erlendra kaupenda íslenskra sjávarafurða.  Hér er krónan seld á um 240 kr. evran svo íslenskur fiskur er allt í einu kominn á 30-40% útsölu.  Ekki nóg með það, íslenskur sjávarútvegur og þjóðarbúið verður af gjaldeyri og tekjum.  Þetta er alvarleg þróun.  Ef þetta verður viðvarandi þá er ekki langt í það að bíða að verð á íslenskum afurðum byrji að lækka til neytenda erlendis.  Það verður erfitt að hækka það verð aftur ef þetta gerist.  Öll plön um að styrkja krónuna með jákvæðum viðskiptajöfnuði og stækkandi gjaldeyrissjóði eru nú í uppnámi. Hins vegar virðist alvarleg gjaldeyriskrísa vera í uppsiglingu. 

Þetta er klassískt dæmi um hversu hættulegt það er að hugsa ekki hlutina til enda.  Fljótræði og ringulreið sem ríkti þegar þessi höft voru sett eiga eftir að kosta þjóðina.  Betra hefði verið að fljóta krónunni í nóvember og láta krónubréfhafa skipt á lágu gengi líklega 300kr evran og losna við þá.  Þá værum við núna í mun betri málum, líklega með stöðugt og hærra gengi.

Nei, það er fleira en aðild að EB sem getur skaðað íslenskan sjávarútveg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband