27.3.2009 | 13:24
Utan eða innan EB: Fiskur eða fólk!
Þeir sem vilja standa fyrir utan EB verða að fara að svara þeirri spurning hvernig á að byggja upp fjölbreytt og verðmætaskapandi störf fyrir nýja kynslóð háskólamenntaðra Íslendinga án aðgangs til fjármagns?
Ísland utan EB verður í samkeppni við EB um okkar dýrmætustu eign - unga fólkið. Margir þeirra sem nú eru í námi erlendis munu ekki snúa til baka. Þeir sem eru að ljúka námi munu margir fara í framhaldsnám erlendis og ekki munu þeir heldur snúa til baka. Nei með því að standa fyrir utan EB munum við í auknum mæli missa okkar besta og metnaðarfyllsta fólk til EB.
Sama hvort við stöndum innan eða utan EB, stórir skattstofnar munu flytjast til EB.
Valið stendur um fisk eða fólk?
![]() |
Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.