26.3.2009 | 18:26
Eignarupptaka VG
Lilja Mósesdóttir frambjóðandi hjá VG segir í Morgunblaðinu í dag að VG muni leggja á 2% sanngjarnan eignarskatt eftir fyrirmynd frá öðrum Norðurlöndum. Hins vegar vannst ekki tími til að útfæra þetta nánar segir hún.
Skattastefna VG er vægast sagt mjög "sveigjanleg" í augnablikinu og ekki líður sá dagur að nýjar upplýsingar dúkki ekki upp í hinum og þessum fjölmiðli. VG er að láta kjósendur skrifa undir óútfylltan tékka fyrir kosningar.
En lítum nánar á þessa tillögu. Hvar skyldi þessi fyrirmynd um 2% vera fengin? Svona er eignarskattsstaðan á hinum Norðurlöndunum:
- Svíþjóð: 0%
- Finnland: 0%
- Danmörk: 0%
- Noregur: 0.7% til ríkis og 0.4% til sveitarfélaga á eignir yfir kr. 8,500,000 per einstakling eða 1.1%
Hvar Lilja finnur 2% er mér hulin ráðgáta. Það land sem leggur á einn hæstan eignarskatt er Frakkland með 0.55% á eignir yfir kr. 120,000,000 upp í 1.8% á eignir yfir kr. 2,500,000,000.
Ef VG ætlar að leggja á 2% eignarskatt í stað 0.6% eins og hann var á eignir yfir kr. 5,000,000 mun það þýða einhverja mestu eignarupptöku sem um getur í heiminum. Ef við bætum svo við fasteignarsköttum til sveitarfélaga munu margir sem nú búa í skuldlausum eignum komast í greiðsluerfiðleika við ríkið. Þetta mun bitna verst á öldruðum sem þegar eru beittir órétti hvað varðar frádrátt fjármagnstekna af lífeyrisgreiðslum.
Hið rétta er að aðeins Noregur hefur eignarskatt af Norðurlöndunum og hann er að hámarki 1.1% en ekki 2%! Skattastefna VG er farin að líkjast Gamla Sáttmála bakdyramegin. Lilja hefur ekki minnst á erfðafjárskatt en fyrir þá sem hafa áhuga þá er hann 10% í Noregi. Annars bendi ég þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um skattastefnu VG að heimsækja www.skatteetaten.no.
page { size: 21cm 29.7cm; margin: 2cm } P { margin-bottom: 0.21cm } -->
Telur VG ofmeta áhrif hátekjuskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.