Ókostir við okkar lífeyriskerfi að koma í ljós

Þó okkar lífeyriskerfi sé gott um margt er veikleiki þess að hinn almenni sjóðsfélagi hefur ekki tök á að hafa áhrif á fjárfestingarstefnu síns hlutar í sjóðnum.  Þeir sem eru að nálgast lífeyrisaldur og þeir sem þegar eru lífeyrisþegar eiga að hafa tök á að "setja" sinn hluta í ríkisskuldabréf og þannig betur vernda þann lífeyri sem þeir fá útborgaðan.


mbl.is Lífeyrisréttindi skerðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skelfilegt að þurfa að greiða meira en tíu prósent af laununum sínum inn í eitthvað sem ber minni ávöxtun en sparisjóðsbók.

Karl Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Minn lögbundni sparnaðar var í Íslenska lífeyrissjóðnum.  Ávaxtaður í LÍF VI þar sem einungis áttu að vera ríkisskuldabréf og aðrir skotheldir pappírar.  Þessi LÍF VI leið var ætluð fyrir 65 og þá sem ekki vilja taka áhættu enda ávöxtunin lág og örugg nánast verðtryggð.   

Ég fékk bréf frá ÍL í desember þá var tilkynnt um 21% tap á LÍF VI sem er öruggasta leiðin, ríkisskuldabréf og verðtrygging.  Í bréfinu sagði að ótrúleg atburðarás í kjölfar setningar neyðarlaganna 6. október hefði orsakað tapið (sem er nú reyndar nær 30% í raun).  Þeir höfðu gert þau mannlegu mistök að fjárfest í skuldabréfum bankanna og smávegis í Samson og Baugi.´

 Þar áður var ég í Lífeyrissjóði Austurlands sem tapaðist í Stoke ævintýrinu.  Þetta er auðvitað ekkert annað en rán þar sem okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna til.

Magnús Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband