25.3.2009 | 08:15
Átti FME ekki frekar að afla og miðla svona upplýsingum?
Skoða verður þetta mál út frá víðari sjóndeildarhring. FME og bankamálaráðherra voru þeir aðilar sem samkvæmt lögum áttu að hafa eftirlit með störfum og athöfnum bankanna. Aðalmarkmið Seðlabankans er peningamálastjórn landsins.
FME bar skylda til að vita meira um stöðu bankanna en aðrir aðilar á landinu. Hvers vegna aflaði og miðlað FME ekki upplýsingum af þessu tagi? Afskiptaleysi er engin afsökun.
Auðvita gerði Seðlabankinn mistök, en ef bankarnir notfærðu sér þessi mistök til að skara elda að sinni köku og magna upp erfiðleikana án afskipta FME er ekki hægt að skella allri skuldinni á Seðlabankann. Bankarnir sjálfir og FME bera meiri ábyrgð.
Ef við reynum að stilla upp í hvaða röð aðilar bera ábyrgð á hruninu bendir allt til eftirfarandi:
- Bankarnir og stjórn þeirra
- Bankamálaráðherra
- FME
- Seðlabankinn
Sögðu eitt - gerðu allt annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.