Furðuleg atburðarás

Fyrst kenndi fyrri ríkisstjórn útlendingum um hrunið, almenningur kenndi ríkisstjórninni og Seðlabankanum um og nú rétt fyrir kosningar líkir viðskiptaráðherra hegðun íslensku bankanna við eitt umfangsmesta fjársvikamál umheimsins í seinni tíð - Enron. Ef þetta er rétt er kastljósinu beint að fyrrum bankamálaráðherra og hans eftirlitsstofnun FME. 

Þetta getur orðið vatn á millu útlendinga.  Málaferlin sem fylgdu Enron voru dýr og mannorðseyðandi.  Þetta getur sett Icesave og kröfur útlendinga í uppnám.  Vegir erlendra lögmanna eru óútreiknanlegir. 


mbl.is Margt líkt með Íslandi og Enron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Ég held að það sé kannski frekar að spyrja afhverju þeir ráðherrar sem virðast hafa þó verið upplýstir um þessa hegðun bankanna og í hvert stefndi deildu þessum upplýsingum ekki með restinni af ríkisstjórninni þ.m.t viðskiptaráðherranum þáverandi?!?!

Hvernig forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherranum datt í hug að halda viðskiptaráðherranum utan þessa máls er eitt sem er það mest furðulega sem ég sé...

Skaz, 25.3.2009 kl. 00:30

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Afskiptaleysi er engin afsökun.  Af hverju spyr enginn hvers vegna FME aflaði ekki upplýsinga um stöðu bankanna eins og Seðlabankinn gerði.  FME er eftirlitsaðilinn með bönkunum og bera að vita meir um stöður þeirra en aðrir.  Það að Seðlabankinn vissi meir en FME segir meir um afskiptaleysi og slök vinnubrögð hjá FME.  Því miður virðist mottó innan íslenskrar stjórnsýslu vera "Ef ég geri ekkert geri ég engin mistök"  Auðvita átti Seðlabankinn að láta FMe og bankamálaráðherra vita af þessari skýrslu  en það afsakar ekki afskiptaleysi FME og bankamálaráðherra. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.3.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einmitt þess vegna ber okkur engin skylda til að borga skuldir bankana, hvaða nafni sem þær nefnast. Bankarnir voru einkafyrirtæki og gátu ekki skuldbundið þjóðina til að borga skuldir eins og t.d. icesave. Og eins og þú segir þá er afskiptaleysi engin afsökun. Þessum stofnunum bar SKYLDA til að grípa inní, til þess eru þær stofnsettar og starfsmönnum greidd laun.

Arinbjörn Kúld, 25.3.2009 kl. 01:20

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Vandamálið eru þessi neyðarlög og svo getur ríkið og FMe hafa bakað sér skaðabótaskyldu með afskiptaleysi.  Ekki er ljóst hvernig þetta endar en eitt er vís orðspor okkar er minna ef þetta er rétt.

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.3.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband