Djöfulinn býr í smáatriðunum!

Fjárlögin eru aðalmálið en lítið fer fyrir þeim í kosningabaráttunni því tölurnar eru svo hrikalegar. 

Hins vegar er nauðsynlegt fyrir kjósendur og stjórnmálaflokkana að hafa þessar upplýsingar í til reiðu fyrir kosningar.  Flokkarnir verða að gera grein fyrir því hvernig þeir ætla að brúa fjárlagahallann.  Ekki er nóg að segja að við tökum lán, hækkum skatta og skerum niður.  Allir flokkar verða að gera það. 

Við þurfum að vita hversu hár þessi halli er og hvaða áherslur flokkarnir hafa í skattahækkunum, niðurskurði og lántöku. 

Eins og sagt er: Djöfulinn býr í smáatriðunum, en það erum einmitt þessi smáatriði sem þurfa að koma upp á borðið.  Ekki að þetta séu nein smáatriði en flokkarnir keppast allir við að telja kjósendum trú um að þetta sé bara tæknileg útfærsla!

 


mbl.is Fjárlögin aðalmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er einmitt mín skoðun. Við gætum setið uppi með tugþúsundaatvinnuleysi ef á að skera sig út úr vandanum. Eftir kreppuna í Finlandi komst stór hópur aldrei inn á atvinnumarkaðinn aftur og ungt fólk í þeim hóp mun væntanlega verða 40 á atvinnuleysisbótum.

Héðinn Björnsson, 24.3.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband