24.3.2009 | 07:10
Þjálfa þarf upp nýja kynslóð bankamanna þar sem ný gildi ráða
Ef erlendir aðilar taka Kaupþing yfir væri bráðnauðsynlegt að þeir sendi stjórnendateymi til landsins sem gæti endurskipulagt bankann og þjálfað upp nýja kynslóð íslenskra bankamanna. Það sem allir íslenskir bankar hafa fallið er starfsferilskrá flestra íslenskra bankastjórnenda gölluð söluvara.
Hvernig væri að fara að sameina eitthvað af öllum þessum háskólum sem eru á Íslandi og fara að leggja meiri áherslu á gæði en fjölda. 300,000 manna samfélag getur ef vel er haldið á spöðum rekið einn háskóla (hér er ég að taka um University ekki College)
Tveir bankar í stað þriggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hverju yrðum við bættari með því að hafa bara einn háskóla með eina stjórn og einsleitari markmið?
Ágætis hugmyndir hjá þér annars, en þessi er alveg hreint afleit
Því fleiri skólar, með ólíkari áherslur og mismunandi hugmyndafræði því fjölbreyttari hóp fólks fáum við út í atvinnulífið... sem er það sem við þurfum
Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 07:56
Æðislegt að láta alla nemendur landsins í hagfræði og stjórnmálafræði læra hjá Hannesi H. Gissurarsyni? Fyrir utan það að þurfa að senda alla þá sem stunda nám við háskóla á landsbyggðinni til Reykjavíkur, ekki reikna ég með að þú mælir með að þessi eini skóli verði á Akureyri eða Bifröst.
panna (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 08:13
Viðbót:
Ég hef ekki útfært þetta alveg nógu vel sé ég. 300,000 manns geta ekki rekið meir en einn alvöru rannsóknarháskóla. Það er pláss fyrir nokkra "College" en þeir eru samt of margir nú. Fjölbreytnina verðum við að fá erlendis frá. Það á að hvetja bestu nemendurna til að fara erlendis til framhaldsnáms en ekki á Íslandi. Hin raunverulega fjölbreytni og góð sambönd fást erlendis. Útþynnt menntakerfi er ekki endilega það besta. Það er hollt fyrir alla að komast úr sinni heimabyggð og kynnast nýju fólki. Þetta þýðir ekki að það sé ekki pláss fyrir útibú á Akureyri - bara gott að senda fólk af mölinni þangað.
Andri Geir Arinbjarnarson, 24.3.2009 kl. 08:52
Þetta er algerlega rétt hjá þér varðandi háskólana. Það er alveg út í hött að svona lítið þjóðfélag sé að reyna að standa undir fjórum háskólum og þar að auki að keppast við að hafa þá alla á heimsmælikvarða eins og metnaðurinn stendur vissulega til. Hins vegar er þetta eitthvað sem verður að standa vel að, verði það gert. Litlu háskólarnir hafa yfir góðu fólki að búa sem væri synd að missa (til útlanda) til þess að "æviráðnir" steingervingar fái að halda menntakerfinu í járngreipum áfram. Ég tel mig þekkja ágætlega til í litlu háskólunum og ég sé að margir frábærir fræðimenn velja að vinna við litlu háskólana vegna þess að þar er fólk opnara fyrir nýjungum; bæði fræðilega og praktískt.
Þá er algerlega fráleitt í mínum huga að loka Háskólanum á Akureyri. Vel má vera að hann megi reka sem útibú frá nýjum, sameinuðum Háskóla Íslands en það er hreinlega lífsnauðsynlegt fyrir landsbyggðina alla að halda í háskólann þarna. Svo ekki sé minnst á þá fjármuni sem færu til spillis. Þarna hefur átt sér stað mikil uppbygging á undanförnum árum og væri synd að kasta því öllu á glæ. Og reyndar held ég að það sama eigi við um háskólann á Bifröst. Hann hefur mikið gildi fyrir Vesturland og margir (sérstaklega barnafólk) velja hann framyfir Reykjavík vegna þess sérstaka samfélags sem þar hefur skapast.
Hins vegar held ég að það væri vel skoðandi að sameina deildir, bjóða ákveðið nám einungis á Akureyri/Bifröst/Reykjavík, en jafnframt auka möguleika á fjarnámi enn frekar. Það er hreinlega fáránlegt að reka fjórar viðskiptafræðideildir og fjórar lagadeildir við núverandi aðstæður. Ég veit að háskólarnir fjórir búa hver um sig yfir góðum hugmyndum og fræðimönnum í mínu fagi en það ergir mig að sjá þessum mikilvægu auðlinum sóað í samkeppni og metingi. Og í veruleikafirringu undanfarinna ára hafa þessi verðmæti enn fremur fallið í skuggann af keppni um flottasta húsnæðið, bestu nemendagarðana, flestar tölvur per nemanda, fjarfundabúnað og skjávarpa! Veraldlega hluti sem engu máli skipta!
Það er að mörgu að huga í hinu fallna ríki Davíðs. Ég vona svo sannarlega að þjóðin nýti þetta tækifæri til að forgangsraða á nýjan leik, líta á allar einingar samfélagsins með gagnrýnum augum og finna hagkvæmar lausnir.
Solveig (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 09:31
Sigmar,
Rök rök rök, það vantar þau hjá þér. Já, það hefur nefninlega farið svo vel að opna þessa nýju háskóla HR, Bifröst, HA, og einblína á örfá fög. Það sér það hver maður (allavega í dag) að þessi stefna er bæði hugmyndafræðilega og peningalega gjaldþrota.
Panna,
Það væri ágætt að losna við Hannes Hólmstein úr H.Í. aftur á móti held ég að flestir í H.Í. geri sér grein fyrir hvers konar froðusnakkur sá maður er. Sjálfstæðisflokkurinn getur hirt hann frekar sem er, þó að það mætti líka hreinsa fleiri út úr háskólanum, s.s. nokkra stalínista
Jóhannes (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.