Gömul tillaga sem ekki á við nú!

Af hverju geta stjórnmálmenn ekki sagt hvað þeir ætla að gera eftir kosningar

Það sem Steingrímur lagði til fyrir ári síðan eru gamlar fréttir og þær tillögur voru miðaðar við allt annað ástand.  Allt eins má búast við að þessi 3% á 500,000 verði 6% eða hærri í núverandi ástandi.  Steingrímur er greinilega að reyna að fegra skattahækkanir og niðurskurð eins og hann getur fyrir kosningar. 

Hins vegar er þetta eina útspilið hjá flokkunum og ekki er sú mús betri sem læðist en sú sem stekkur.  Meiri upplýsingar um framtíðina frá öllum flokkum er lágmarkskrafa kjósenda


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða þvæla er nú þetta

Steingrímur er EINI stjórnmálamaðurinn sem er búinn að segja hvað hann ætlar að gera eftir kosningar. Hann ætlar að hækka skatta á þá aðila sem RÁÐA VIÐ ÞAÐ!

Ísland er skuldugt og það þarf að borga!

Óréttlæti eða ekki!

Hvaða réttlæti er í því að ég sem missti vinnu eftir að RÍKA fólkið fór hamförum með fjármuni OKKAR ALLRA, ... en er nú eftir margra mánaða streð, að fá vinnu á lágmarkstekjum, þurfi að greiða hærri skatta en sá sem hefur allt til alls.

Ef fólk þolir ekki 3% skattahækkun á 500.000 kallinn sinn, heilar 15.000 kr, ca tvisvar sinnum það sem stöð 2 kostar, þá þarf fólk að fara að skoða eyðslumynstrið sitt. 

15.000 kr fyrir mig þýðir að ég geti borðað mig saddan 6 daga í viku í staðinn fyrir 4

Ef ég fengi 700.000 á máhuði réði ég alveg við að borga 8% hærri skatt en fólkið sem fær 220.000. Það væru 56.000 krónur sem ég sæi ekki eftir. Það veit nefnilega enginn fyrr en á reynir hvernig það er að vera í HINNI STÖÐUNNI, að eiga ekkert nema skuldir og geta ekki greitt þær.

Djöfuls fokking fokk - Aumingja allt fólkið sem er með 500.000 og þarf nú að borga 15.000 kr meira, aumingja blessað fólkið

Það er eitt orð yfir slíkt fólk. Aumingjar.

Sveinn Örn (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:37

2 identicon

Tökum sem dæmi einstakling með 220 þús á mánuði, hann hætti í skóla eftir grunnskóla og fór út á vinnumarkaðinn... hann hefur á þeim 9 árum sem framhaldsskóli og háskóli taka um það bil 2.6 milljónir í árstekjur á þeim 9 árum sem þessi meðalmaður með 500 þús eða hærri laun hefur eytt í nám.  reiknum með að námsmaðurinn hafi nú unnið á sumrin og haft um það bil 600 þús í tekjur að meðaltali á sumrin, þarna eru 2 milljónir yfir 9 ár sem hinn almenni launamaður hefur á háskólamanninn, þetta eru 18 milljónir ef það skyldi eitthvað vefjast fyrir þér.  Nú kemur háskólamaðurinn út á vinnumarkaðinn 18 milljónum á eftir hinum almenna launamanni og hefur líklegast verið á námslánum sína skólagöngu.  Námslánin hjá honum eru líklegast í kringum milljón á ári svo hann kemur út í þjóðfélagið svona 23 milljónum fátækari í kringum aldurinn 25 ára ef allt hefur farið að óskum en aðrir á hans aldri sem hafa farið beint að vinna.  Á þá að refsa honum fyrir það með að láta hann greiða aukaskatt ?  Þessi hátekjuskattur kemur langharðast niður á háskólafólki sem er tiltölulega nýútskrifað, er að stofna fjölskyldur og stendur í íbúðarkaupum eða öðrum slíkum fjárfestingum og nægar voru byrðar þeirra fyrir.  Já og plús það að hann endar á að greiða meira í skatt til þjóðfélagsins heldur en hinn almenni launamaður áður en hann verður fertugur.  Það eru bara fáranleg rök að þeir sem hafa lagt metnað í að koma sér í stöðu til að geta lifað sómasamlegu lífi þurfi að greiða meiri pening fyrir það að búa í landinu

gunnar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:10

3 identicon

Sveinn Örn (og fleiri): Steingrímur er að leggja til að bæta við 3% skatt fyrir fólk sem hefur 500K á mánuði sem þýðir að venjulegur skattur er dreginn af upp að 500K og svo það sem fer yfir 500K eru dregin auka 3%.

 Dæmi um mann sem er með 600.000 á mánuði og segjum að venjulegur tekjuskattur sé 37% þá reiknast dæmið svonaþ

500.000*0.37+100*(0.37+0.03) =  185.000+ 40.000 = 225.000 skattur

í stað 600.000*0.37 =  222.000

 sem þýðir að fólk greiðir aumar ÞRJÚ ÞÚSUND krónur meira.

 Þetta er ágætistillaga sem er vert að athuga og þetta vinnur EKKI gegn því að fólk vinni minna eins og sumir halda. Það fólk er greinilega að misskilja þessa tillögu.

danni (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:14

4 identicon

Gunnar,

Hvað með þennan sem hætti í skóla strax eftir grunnskóla, og er búinn að borga skatta inn í skólakerfið fyrir þig, hvað skuldar þú honum mikið fyrir að standa undir mentakerfinu án þess að hafa nýtt sér það nokkuð.

 Það er hægt að reikna og reikna, en dæmið er ekki svona einfalt eins og þú setur það upp.

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:24

5 identicon

Mikið rétt Jón Gunnar.

Gunnar: Ég sjálfur er á námslánum í námi sem krefst mikils af þér, ef ekki eitt það mesta sem völ er á og ástæðan fyrir því að ég GET verið í þessu námi er vegna þess að það er fólk að borga skatta, þ.e.a.s fólkið sem þér finnst ekki hafa metnað.

danni (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sveinn Örn,

Það er alveg rétt hjá þér að Steingrímur er sá eini sem hefur tjáð sig um ríkisfjármálin eins og segi í mínu bloggi.  Fólk verður að lesa og hlusta vel.  Allir flokkar munu þurfa að hækka skatta og skera niður svo það eru engar fréttir. Það er AGS sem ræður för þar.  Það sem ég vil fá að vita er hvernig þetta verður útfært.  3% á 500,000 er of lág upphæð.  Hún dugir ekki í þessu ástandi.  Hverjar eru hinu raunverulegur tölur eftir kosningar?  Steingrímur segir að brúa þurfi fjárlagahalla upp á kr. 35-50ma (ég held nú að þetta verði meira) þá er spurningin:  Hvers háa upphæð á að brúa með skattahækkunum og hversu háa með niðurskurði?  Hver er skilgreining á fólki sem ræður við skattahækkanir.  Þessir hópar eru vel skilgreindir erlendis, svo af hverju er ekki hægt að skilgreina þá á Íslandi.  Allt upp á borð.  Er það ekki mottó VG svo af hverju ekki þetta?  Mundu: Djöfulinn býr í smáatriðunum!

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband