...en hvað með heilbrigðisþjónustuna þar sem "Best" breytist í "Góða"!

Auðvita á nýr saksóknari að hafa fjármuni til að sinna sínu starfi en á það að koma niður á velferðarkerfinu og niðurskurði í heilbrigðiskerfinu? 

Það var athyglisverð lítil klausa grafin í 78 liða óforgangsraðaðri stefnuyfirlýsingu hjá VG sem að ég held að hafi farið fram hjá mörgum.  Hún hljóðar svo:

Stöndum vörð um grunnheilsugæslu og tryggjum aðgang allra að góðri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag.

Það sem stingur í augun er að VG ætla greinilega að breyta lögum um heilbrigðisþjónustu sem nú kveða á að landsmenn eigi að fá bestu þjónustu sem völ er á.  Þarna verður "bestu" breytt í "góða".

Orð eru til allra athafan fyrst.  Hér getur lítið saklaust orð skipt miklu máli fyrir margan sjúkling. 


mbl.is Aukið fé til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband