23.3.2009 | 09:00
Íslensk fyrring!
Erlendir bankar taka ekki upp fulla greiðslumiðlun við banka sem starfa án efnahagsreiknings sama hvaða landi á í hlut. Vandamálið er að Ísland er bankalaust og því getur aðeins Seðlabankinn tekið ábyrgð á erlendum viðskiptum. Þetta ætti framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins að gera sér grein fyrir.
Greiðslumiðlun til Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Athugasemdir
Sennilega rétt hjá þér en ég veit nú ekki betur en Íslandsbanki (nýi Glitnir) og Nýja Kaupþing stundi án aðstoðar SÍ greiðslumiðlun til og frá útlöndum. Þannig að þetta er á einhverri leið (veit ekki hvort hún sé rétt, það er önnur saga).
Magnús (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 09:20
Magnús,
Bankarnir vinna eftir bráðabirgðalausn. Það er ekki hægt að fá erlenda viðskiptatékka eða ferðamannatékka hjá bönkunum. M.ö.o engum íslensku banka er treyst fyrir tékkahefti erlendis. Þetta er það sama og að einstaklingur hafi aðeins sparifjárreikning ekki er ekki treyst fyrir debet korti, tékkahefti eða kreditkort.
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.3.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.