21.3.2009 | 12:07
"Allir leiðtogar valda vonbrigðum"
Nýlega kom út bókin "Dispatches from the War Room" eftir Stanley Greenberg, stjórnmálafræðing. Greenberg vann náið með Tony Blair, Bill Clinton og Barack Obama í kosningarbaráttu þeirra og þekkir vel til helstu þjóðarleiðtoga samtímans.
Ein aðal niðurstaða Greenbergs í bók sinni er að allir stjórnmálamenn valda vonbrigðum. Væntingar eru of háar fyrir kosningar og sérstakleg er erfitt fyrir stjórnmálamenn sem lofa miklum breytingum að standa við sín orð. Kerfið og sitjandi valdastétt láti ekki svo auðveldlega breyta sér. Svo hafa leiðtogar ekki ótakmarkað fjármagn til að hrinda öllu í framkvæmd. Allt lítur svo vel út á pappírnum og á kynningarglærum en raunveruleikinn er allt annar þegar á hólminn er komið.
Einnig er athyglisvert að Greenberg segir að Tony Blair hafi misst tökin þegar hann vildi ekki biðjast afsökunar á Írak stríðinu. Að biðjast ekki afsökunar á mistökum getur kostað leiðtoga dýrt. Obama virðist skilja þetta en samt er Greenberg ekki viss um að hann muni ekki valda einhverjum vonbrigðum. Sjálfur Nelson Mandela einn mesti þjóðarleiðtogi síðustu ára olli vonbrigðum í Suður Afríku þegar umbreytingar gengu ekki nógu hratt fyrir sig. Mandela varð að endurskoða samband sitt við kjósendur sína og taka nýjan takt. En það gerði hann ólíkt flestum öðrum leiðtogum, enda í sérflokki.
Það er skiljanlegt að VG hilli sinn mann með lófataki, en skynsamlegt væri að stilla væntingum í hóf.
Steingrímur kjörinn með lófataki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.