18.3.2009 | 07:55
Yfir 200,000,000 á hverja 4 manna fjölskyldu!
Þetta eru ógurlegar tölur eða 52m á hvert mannsbarn á landinu. 20% af þessari tölu er yfir 3,000 miljarðar eða 8 sinnum hærri upphæð en fjármagn sem á að setja inn í nýju bankana. Vextir af þessari skuld á 18% vöxtum er um 3,000,000 á mánuði fyrir 4 manna fjölskyldu. Ég þurfti að reikna þetta tvisvar til að vera viss að þetta væri rétt svo ótrúlegt er þetta. Bankar og sparisjóðir skuld um 55% af þessari tölu svo ef við lítum á önnur fyrirtæki þá skulda þau 23m á hvert mannsbarn. Vaxtabyrði af þessu á 18% vöxtum er þá 1,350,000 á mánuði per 4 manna fjölskyldu. Þjóðartekjur á 4 manna fjölskyldu eru víst um 1,200,000 á mánuði. Nú eru þessi lán fyrirtækjanna mikið í erlendum gjaldeyri svo vaxtabyrðin er ekki svona há en málið er að ef þessum lánum yrði breytt í kr. þá nægðu þjóðartekjur ekki upp í vexti. Ofan á þetta bætast svo skuldir einstaklinga sem eru um 18m á 4 manna fjölskyldu eða verðgildi 2 herberga íbúðar! Athyglisvert væri að vita hvaða veð liggja á bak við öll þessi lán?
Þessi kynslóð mín hefur sem sagt eytt öllum sparnaði foreldra sinna og skuldsett börn, barnabörn og barnabarnabörn sín um ókomna tíð.
15.685 milljarða skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var síðast á Íslandi árið 2007. Þá velti ég fyrir mér hvaðan peningarnir komu sem notaðir voru til að byggja öll stórhýsin og kaupa alla Porsche jepplingana. Nú veit ég það. Framtíðin var veðsett....
Hörður Þórðarson, 18.3.2009 kl. 08:40
Kíktu á þetta myndband ef þú finnur tíma, það kemur inn á skuldasúpuna.
http://thecrowhouse.com/aw1.html
Magnús Sigurðsson, 18.3.2009 kl. 08:42
Frá 1998-2007 í tíð Sjálfstæðisflokksins hafa skuldir einstaklinga og fyrirtækja hækkað um 15,519 miljarða, allt vegna breyttra áherslna. Við hljótum að þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir sína hugmyndafræði, eða hvað. Alla vega er þriðjungur þjóðarinnar svo gjörsamlega heilaþveginn að ætla kjósa flokkinn sem bjó til þetta umhverfi.
Valsól (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:26
HVar er Tryggvi Þór Herbertsson, sem sagði að útlitið væri miklu betra en menn hefðu gert ráð fyrir?
Valsól (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:30
Munið í kjörklefanum að þetta var í boði Sjálfstæðisflokksins!!
Kalli (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:49
Það kemur æ betur í ljós með hverjum deginum sem liður að
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur landráðamanna sem er skítsama um Íslenska fólkið.
Í hruni Íslenska hagkerfisins eru sjálfstæðismenn í öllum aðalhlutverkunum,
í bönkunum, fjármáleftirliti, ríkisstjórn og æðstu stjórn fjármála í Seðlabankanum.
Þeirra menn eru arkitektar og hugmyndfræðingar að gjaldþroti íslensku
þjóðarinnar.
Þessir landráðamenn hafe ekki aðeins látið sér nægja að eyðileggla efnahag
Íslands heldur halda þér áfram eins og rottur að naga burtu það litla sem er eftir af stoðum Íslenska hagkerfisins.
Þetta má aldrei gleymast!
Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er
óheyrilega mikill.
Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára
stjórn Sjálfstæðisflokksins
3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.
Niðurstaða:
Hver dagur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár
hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap!
Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.
Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.
Jón (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.