Góð hagfræði en afleit lögfræði og siðfræði!

Þessi 20% niðurfelling skulda er klassískt dæmi um "góða" hagfræðilausn sem ekki stenst lög um almenn mannréttindi eða er siðferðislega rétt.  Það er gott fyrir hagfræðinga að muna að með lögum skal land byggja og ólögum eyða. 
mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér að þetta er afleit siðfræði og brýtur í bága við ýmis lög, ekki bara lög um almenn mannréttindi.

En þú hefur kolrangt fyrir þér að þetta sé "góð" hagfræði. Ef þetta er svona "góð" hagfræði og kostar ekki neitt eins og Tryggvi "siðvillingur" Herbertsson úr auðvaldsflokknum heldur fram að þá er alveg jafn ódýrt að afskrifa skuldir um 100% á alla línuna, þá ættu nú allir aldreilis að vera sáttir!

En í sannleikanum er þetta nákvæmlega það sem það er - kosningarlygi sem fullt af forheimskum hægrisinnum trúa eins og nýju neti og geta nú séð ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir augljósa siðspillingu og almenna mannfyrirlitningu sem flokkurinn stendur annars fyrir.

Geðlæknirinn (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Geðlæknir,

Í því ástandi sem nú ríkir á Íslandi myndi niðurfelling skulda hagfræðilega hjálpa við að koma hjólum atvinnulífsins af stað.  Peningar sem nú fara í að borga vexti (hluti af þeim til útlanda) mundu fara í neyslu og fjárfestingu á Íslandi.  Að því leiti virkar hún "fljótt og vel" en er allt of dýru verði keypt og því ekki raunverulegur kostur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.3.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband