17.3.2009 | 06:09
Hver fær Sjóvá á silfurfati?
Nú verður athyglisvert að fylgjast með hvaða gæðingar fá Sjóvá afhent á brunaútsöluverði. Þar munu líklega ekki allir sitja við sama borð, alla vega ekki almennur skattgreiðandi. Af hverju eru þessi fyrirtæki sem ríkið tekur yfir í skjóli skilanefnda ekki afhent skattgreiðendum í almennu hlutafjárútboði. Af hverju mega íslenskir skattgreiðendur ekki taka þátt í brunaútsölu aldarinnar ef þeir vilja. Af hverju er það aðeins útvaldir lögfræðingar og flokksgæðingar sem fá að sitja að þessum kjötkötlum, nú sem fyrr. Eru þetta ekki þessi "nýfrjálshyggju" vinnubrögð sem VG og S eru svo á móti í orði?
Yfirtekur hlutafé Moderna Finance | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á eftir að innleiða orðið "jafnrétti" hér.
Hefur ekki þótt henta.
Svo þarf þor til að hugsa öðruvísi og það er ekki til staðar.
Reyndar hef ég styrkt Sjóvá í tvo áratugi og ætti að sjálfsöfgðu að vera boðinn hlutur.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 07:22
...engar áhyggjur, Sjóvá fer í hendur e-a dyggra Sjálfstæðismanna sem kunna betur en allir aðrir að fara með fjármuni og hagsmuni annarra...
Ragnar (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.