16.3.2009 | 19:57
Hver á að reka þessa nýju banka?
Hvar á að finna reynda og hæfa Íslendinga til að reka þessa nýju banka? Ef erlendir aðilar eiga að koma að þessu og leggja tíma, fjármagn og fyrirhöfn í þetta dæmi þá munu þeir ekki taka íslensk flokksskírteini sem fullgildingu fyrir viðunandi starfsreynslu í að reka banka á sómasamlegan hátt (sjá pólitíska skipun í bankaráð Seðlabankans sem nýjasta dæmið) . Íslensk fjármálareynsla og þekking er gjörsamlega gjaldfallin hjá erlendum aðilum og hvers vegna ættu erlendri aðilar að eyða sínum dýrmæta tíma í að endurreisa banka úr óskiljanlegum íslenskum brunarústum? Ætli það séu ekki meir spennandi og arðbærari tækifæri út um allan heim fyrir þessa aðila en hjá 300,000 manna þrasgjarni þjóð með óvirkan gjaldmiðil og óraunhæfa framtíðarsýn? Það er ekki tilviljun að lán frá AGS hafi verið kyrrsett og segir í raun allt sem segja þarf um traust og trúverðugleika íslenskra fjármálastofnanna. Ríkisstjórnin er að reyna að fegra þetta eftir bestu getu fyrir kosningar en staðan er vægast sagt vandræðaleg og ótraustvekjandi.
Eignir gömlu bankanna rýrna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.