9.3.2009 | 17:33
...en betra hjá gömlu bönkunum!
Þetta er afleiðing neyðarlaganna og kunnáttuleysis þegar nýju bankarnir voru stofnaðir. Allar eignir og skuldir á íslenskum kennitölum voru færðar inn í nýju bankana óháð gæðum. Eins og við var að búast eru Íslendingar verri skuldarar en útlendingar og hið erlenda lánasafn er víst mun betra. Ekki alveg það sem fyrri ríkisstjórn hafði búist við. Þetta hefur tafið endurreisn bankanna því enginn veit hvað á að gera! Nú verður gaman að fylgjast með hvort lélegustu lánunum verði ekki bara smyglað aftur til gömlu bankanna og í hendur útlendinga. Orðstír Íslendinga er hvort eð er enginn erlendis.
Á meðan er landið bankalaust. Hér er enginn viðskiptabanki með viðurkenndan efnahagsreikning. Og ekki er útlit fyrir að staðan breytist fyrr en eftir kosningar.
Íslenskt kunnáttuleysi og klúður tekur víst engan enda.
Lánasafn nýju bankanna afar lélegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvald á aldrei að stjórna þjóðarskútunni.Bjarni Ben er auðvald.
Númi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:47
Leiðin liggur aðeins uppávið nú þegar Eva solly hefur boðist til að aðstoða ríkisstjórnina.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.