Jón Baldvin sem utranríkisráðherra

Verk nýs utanríkisráðherra verður krefjandi. Þar þarf að vera einstaklingur með reynslu, þekkingu og sambönd. Jón Baldvin er okkar besti kandídat í þetta starf og þó víðar væri leitað. Það væri sorglegt ef þjóðin hafnaði honum af því hann er of gamall. Það er nú ekki eins og prófkjörslistar séu fullir af fólki yfir 65 ára. Er það ekki einmitt þessi þjóðfélagshópur sem hefur víðtæka og langa reynslu sem við þurfum núna eftir að stuttbuxnaliðið hefur gert í brókina. Aldraðir eiga að hafa sama rétt á þingsetu og ráðherrastóli sem aðrir. Gaman væri að vita hversu margir eldri en 65 ára skipa efstu 5 sætin hjá flokkunum?
mbl.is Jón Baldvin skorar á Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill.

Hafðu samband, 894 1949, fhg@simnet.is.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 23:55

2 identicon

Mér finnst þú gefa þér að utanríkisráðherra sé þingmaður.

Jón Baldvin er mjög umdeildur stjórnmálamaður og þess vegna fyndist mér það vera mistök að hann yrði utanríkisráðherra. Honum er mikill akkur í að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Ég legg þess vegna til að áður en honum er hrósað í hástert svari hann því hvort hann sé tilbúin að kaupa aðild Íslands að Evrópusambandinu gegn því varpa Icesave-klyfjum á Íslendinga.

Ekki má gleyma því að hann kallaði samninginn um Evrópa efnahagssvæðið "Allt fyrir ekkert". Krafa Breta, Hollendinga, Belga og Þjóðverja byggir á EES. Hver ætli hafi fengið "allt fyrir ekkert". Kannski Jón Baldvin svari því.

Helga (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband