8.3.2009 | 18:14
Jón Ásgeir: Láttu staðreyndirnar tala.
Hvernig væri að íslenskir blaðamenn færu að biðja menn eins og Jón Ásgeir um að rökstyðja mál sitt með staðreyndum.
1. Hverjir er þessir aðilar sem ættu að vera í kastljósinu en athyglinni er beint frá?
2. Hvar og hvernig birtist þessi skipulagða rógsherferð?
3. Hvað af því sem New York Post segir er ósatt? Hverjir eru þessir vondu heimildarmenn?
4. Hver eru þessi fórnarlömb og hver og hvernig er þau valin?
5. Hvernig skilgreinir Jón Ásgeir "góðar venjur í blaðamennsku"
Við lestur þessarar yfirlýsingar vakna fleiri spurningar en hún svarar. Staðreyndir á borðið annars hefur svona yfirlýsing öfug áhrif eins og staðan er í dag. Það er ekki hægt að kvarta en ekki útskýra samanber mottó bresku konungsfjölskyldunnar "never complain, never explain"
PS. Jón Ásgeri, fáðu þér nýtt PR teymi á morgun!
Skipulögð rógsherferð gegn fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér.
Heimir Tómasson, 8.3.2009 kl. 21:16
Sammála þér í einu og öllu. Það þýðir ekki að slengja fram svona fullyrðingum án þess að styðja þær rökum. Öðruvísi er ekki mark á honum takandi.
Jói Ben (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.