8.3.2009 | 16:06
Reynsla, reynsla og aftur reynsla!
Enn einn útlendingurinn bendir á reynsluleysi Íslendinga. Reynslulausir fóru með bankanna á hausinn og nú eiga reynslulausir að rannsaka hvað fór úrskeiðis. Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og Íslendingar velta sér upp úr prófkjörum sem viðhalda gömlum valdastrúktúr og tryggja meðalmennsku er þessi sérfræðingur fenginn í til að tala yfir þjóðinni. Hvers vegna voru ekki erlendir sérfræðingar fengnir í skilanefndir bankanna og í rannsóknanefndina? Reynsla Íslendinga í þessum málum er álíka og fjöldi gullpeninga sem Ísland hefur hlotið á Ólympíuleikunum! En Íslendingar haga sér eins og óvitar og skilja ekki að hræra í skólpvatninu hreinsar það ekki. Það skildi þó aldrei vera að erlendir, reyndir og óháðir sérfræðingar fyndu tengsl á milli stjórnmálamanna og bankahrunsins sem gæti orðið óþægilegt fyrir suma aðila í valdastéttinni! Miklu betra að halda öllu innanbúðar þar sem hægt er að hafa auga með hlutunum. Svo er best að dreifa huga landsmanna með því að telja þeim trú að þeir séu að kjósa nýa og ferska alþingismenn. Prófkjör breytir jú hvaða reynslulausum meðaljóni í reynslubolta, ekki satt! Hvað ætli séu margir af þeim sem nú eyða nótt og degi í að hljóta kosningu í prófkjöri sem skilja hvað Eva Joly á við þegar hún notar hugtakið "sérþjálfaðir"?
Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Það skildi þó aldrei vera að erlendir, reyndir og óháðir sérfræðingar fyndu tengsl á milli stjórnmálamanna og bankahrunsins sem gæti orðið óþægilegt fyrir suma aðila í valdastéttinni! Miklu betra að halda öllu innanbúðar þar sem hægt er að hafa auga með hlutunum. Svo er best að dreifa huga landsmanna með því að telja þeim trú að þeir séu að kjósa nýa og ferska alþingismenn. Prófkjör breytir jú hvaða reynslulausum meðaljóni í reynslubolta, ekki satt! Hvað ætli séu margir af þeim sem nú eyða nótt og degi í að hljóta kosningu í prófkjöri sem skilja hvað Eva Joly á við þegar hún notar hugtakið "sérþjálfaðir"?"
Heyr, heyr! Þessi kafli úr blogginu þínu þyrfti að fara inn á allar fréttastofur.
Helga (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.