Snýst ekki aðeins um peninga!

Yfirráð yfir Moderna veltur ekki eingöngu á peningum.  Hér er um miklar sænskar eignir að ræða og því eru fjöldamörg störf í Svíþjóð í húfi.  Hefur sænska fjármálaeftirlitið traust á íslenskum skilanefndum sem eignaraðila að sænskum eignum.  Munu Íslendingar standa vörð um sænsk störf eða bara hugsa um Ísland?  Eru íslenskar skilanefndir skipaðar hæfum rekstraraðilum sem hafa reynslu og þekkingu af sænsku atvinnulífi?  Mín tilgáta er að reynsluleysi íslensku skilanefndarinnar mun verða til þess að annað hvort:

1. Ísland heldur yfirráðu yfir Moderna en þarf að borga yfirverð vegna reynsluleysi og skorts á trúverðugleika

2. Ísland hefur ekki traust eða reynslu til að eiga og reka sænskar eignir og þær verða seldar af Svíum.

Kannski Anders Fallman hinn sænski arkitekt af Milestone/Moderna og fyrrum stjórnarmaður í Carnegie muni  vera að undirbúa tilboð?  Anders hefur sterkari sambönd í Svíþjóð en skilanefnd Glitnis!  

Hvers vega þorir enginn íslenskur blaðamaður að spyrja óþægilegra spurninga af skilanefndunum.  Lítið hefur breyst á Íslandi.


mbl.is Bjóða milljarða inn í Moderna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á maður virkilega að trúa þessu! Byrjar sami skrýpaleikurinn upp á nýtt. Djöfull eru sumir með stutt minni.

Jói (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:24

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það þarf að senda Íslenska blaðamenn á námskeið hjá erlendum spyrjendum.

Máttlausara lið hefur maður varla séð. Og svo þegar þeir "reyna" að vera harðir þá skín það enn betur í gegn því að í flestum tilfellum eru þeir svo illa undirbúnir að sorglegt er upp á að horfa.

Þá er ég aðallega að spá í yngri kynslóð blaða og sjónvarpsmanna sem ég set á stall með excel spenunum sem þrifust í bönkunum.

Ellert Júlíusson, 17.2.2009 kl. 09:25

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Beittur og góður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband