15.2.2009 | 17:54
Jón Baldvin til forystu!
Það sem Ísland þarf nú er reynsla, þekking og áræðni. Hvað sem mönnum kann að þykja um Jón Baldvin og hans fortíð eru því miður fáir Íslendingar sem hafa hans reynslu og voru ekki við völd síðustu 5 árin. Eitt sem Jón Baldvin mun geta betur og fyrr en flestir aðrir íslenskir stjórnmálamenn er að endurvekja traust og trúverðugleika erlendis. Hann hefur starfað sem utanríkisráðherra, var sendiherra í Washington og innleiddi EES samninginn. Hann hefur því tengsl og sambönd bæði í Brussel og Washington. Þessi reynsla og þekking getur skipti öllu máli fyrir okkur erlendis þar sem stór hluti efnahagsframtíðar landsins verður ráðin hvort sem fólki líkar betur eða verr. Stuttbuxnaliðið er gjaldfallið og þótt ellismellir séu ekki upp á pallborðið hjá þorra þjóðarinnar, þá er komin tími til að yngri kynslóðinn líti í eigin barm og skoði árangur sinnar kynslóðar síðustu 5 árin. Þar er ekki um glæsilegan feril að ræða og þótt margt hafi farið miður hjá stjórnum sem voru hér við völd fyrir um 15-20 árum þá stendur sú staðreynd óhögguð að sú kynslóð fór betur með fjöregg þjóðarinnar. Við þurfum að horfast í augu við staðreyndir. Jóhanna er stórglæsilegur stjórnmálamaður á Íslandi en skortir erlenda reynslu og diplómatíska samskiptahæfileika. Bréfið til Davíðs segir sína sögu. Og því miður er óljóst hvort Ingibjörg Sólrún muni hafa heilsu í þetta erfiða starf. Kosningar eru á næsta leiti og það er beinlínis óábyrgt að ræða þessi mál ekki opinberlega og velta öllum möguleikum fyrir sér. Gaman væri að heyra um aðra möguleika en Jón Baldvin.
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.