9.2.2009 | 08:13
Stríð Jóhönnu og Davíðs
Þetta stríð um Seðlabankann á sér engin fordæmi í vestrænu lýðræðisríki. Enginn vinnur á þessari deilu og allra síst almenningur. Erlendir aðilar og stofnanir verða líklega að endurskoða afstöðu sína til Íslands og íslenskrar stjórnsýslu. Niðurstaðan verður líklega að ekki sé tímabært að lækka vexti að sinni. Sem sagt deila Jóhönnu og Davíðs mun koma til með að kosta þjóðina í beinhörðum peningum. Sjaldan veldur einn þá tveir deila og sitt sýnist hverjum um þennan pólitíska skrípaleik. En þennan skrípaleik verður að stoppa. Það er krafa þjóðarinnar að þessir tveir aðilar setjist niður og komist að samkomulagi sem hefur þjóðarheill að leiðarljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 10:16
Það er ekki um neitt að semja í þessu tilviki.
Eina lausnin og sú fljótvirkasta er auðvitað að leggja Seðlabankann niður í núverandi mynd, breyta honum í skúffu í Landsbankanum sem átti náttúrlega að skella í lás og innsigla daginn sem hann var settur í þrot. En það er nú önnur saga.
Þórbergur Torfason, 9.2.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.