Ný stjórn LÍN

Menntamálaráðherra situr við símann og hringir í fólk og reynir að sannfæra það um að taka sæti í stjórn LÍN. Hún vonar að þetta takist á morgun.  Sem sagt þeir sem sitja við símann og eru í símaskrá menntamálaráðherra eiga von á að vera boðið í nýja stjórn LÍN.  Á rás 2 í dag, sagði Katrín að sumir sem hún hafi hringt í, hefðu verið hissa og ekki alveg trúað hvað væri þar á ferð. Eru þetta fagleg vinnubrögð? Er þetta ekki einmitt dæmi um hin gömlu gildi þar sem ráðherra er alvaldur og ræður fólk eftir kunnáttu og flokksskírteini? Nei það var sorglegt að hlusta á hinn nýja menntamálaráðherra á rás 2 í dag. Þar var fátt sem gaf vísbendingu um að hnitmiðaðar úrlausnir væru í sigtinu.   Betur má ef duga skal. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband