1.6.2010 | 12:28
Lífeyrissjóðir borga 16 ma kr. "þóknun" til Seðlabankans
Lífeyrissjóðirnir segja að tilboð Seðlabankans á krónubréfum hafi verið of gott til að hafna. En er það svo þegar betur er að gáð?
Lífeyrissjóðirnir þurftu að selja erlendar eignir og borga þessi krónubréf með evrum. Seðlabankinn keypti þau á 270 kr evruna en lífeyrissjóðirnir á 220 kr. M.ö.o. sjóðsfélagar borga Seðlabankanum 16 ma. kr. í "þóknun" í gjaldeyri.
Hver ætli hafi gert betri kaup hér? Hvers vegna var þetta tilkynnt núna þegar allir fjölmiðlar eru uppteknir af kosningum? Af hverju voru gjaldeyrishöftin hert á síðustu vikum?
Meira á http://blog.eyjan.is/andrigeir/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.