20.4.2010 | 07:46
Icesave og AGS alltaf tengd
Það er mikill barnaskapur að halda að AGS lánin og Icesave hafi ekki alltaf verið tengd. Þannig hefur alþjóðasamfélagið litið á málið, þó það hafi ekki fallið að innlendu pólitísku þrasi.
Það er búið að taka ansi marga innlenda snúninga í þessu máli en það breytir ekki því að fyrri og núverandi ríkisstjórnir hafa nær alltaf sagt að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar, aðeins væri deilt um vaxtakjörin. Forsetinn staðfesti þetta einnig í viðtölum við erlenda aðila. Þannig hefur staða Íslands gagnvart útlöndum alltaf verið nokkuð skýr þó svo að miklu moldviðri hafi verið þyrlað upp innanlands til heimabrúks.
Yfirgnæfandi líkur eru á að viðræðum um Icesave sé lokið, aðeins eigi eftir að ganga frá samningnum formlega og beðið er eftir að Íslendingar róist.
![]() |
Icesave-viðræður ekki framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessari greiningu hjá þér.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 08:24
"Yfirgnæfandi líkur eru á að viðræðum um Icesave sé lokið"
Getur þú rökstutt þetta?
ragnar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.