Gjaldeyrisforða ráðstafað munnlega!

Eitt kostulegasta dæmið í Skýrslunni er þegar Seðlabankinn og ríkisstjórn Geirs Haarde ráðstafar 25% af gjaldeyrisforða þjóðarinnar munnlega til Glitnis.  Þessu er lýst svona:

"Þó nam fjárhæð sú er ákvörðunin laut að, eins og áður segir, nálægt fjórðungi af gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands eins og hann var 30. september 2008. Þetta hafði þær afleiðingar, að þegar að því kom að kynna ákvörðunina fyrir fyrirsvarsmönnum Glitnis að kvöldi 28. september 2008 voru engin skrifleg gögn til taks til þess að afhenda og útskýra inntak tilboðsins. Það er mat rannsóknarnefndar Alþingis að það hafi verið ótæk vinnubrögð að gera fyrirsvarsmönnum Glitnis einvörðungu grein fyrir tilboði ríkisstjórnarinnar munnlega í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi voru. Kom einnig á daginn að misskilningur varð um efni tilboðsins hjá fyrirsvarsmönnum Glitnis þar sem talið var að Seðlabankinn en ekki ríkissjóður væri tilboðsgjafi í 75% hlut bankans."  7. bindi, bls. 63.

Hvernig ráðherrum, þeirra embættismönnum og seðlabankamönnum datt í huga að svona vinnubrögð væru viðunandi sýnir betur en flest annað það stjórnleysi og ringulreið sem einkenndi ríkisstjórn Geirs Haarde.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband