Faðir og sonur ekki tengdir aðilar!!

Spunameistarar Björgólfs eru á fullu að hvítskúra manninn.  En hvað með föðurinn?  Skuldauppgjör Björgólfs byggir á að faðir og sonur séu ekki tengdir aðilar.  Hverjir trúa þessu, nema FME?

Málið er að faðirinn tók einhvern mesta gjaldþrotaskell sem um getur í víðri veröld.  Var skuldum skutlað yfir frá syni til föður áður en bókhaldinu var lokað?

Eru yfirlýsingar Björgólfs trúverðugar þar sem ljóst er að samkvæmt Skýrslunni stjórnaði hann Landsbankanum (hver var alltaf á hlaupum upp tröppurnar á Ráðherrabústaðnum þegar björgun Landsbankans stóð sem hæst?)  Og hvað með Straum, að ekki sé talað um ummæli fjármálaráðherra í Skýrslunni þar sem segir:

"Þessir hérna punktar hérna hjá mér, þetta eru lýsingar á fundum þar sem að bankamenn voru að ljúga að okkur.“ Árni segir: „Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka..."

Þessi ummæli í Skýrslunni er það sem skiptir máli.  Endalaus spuni frá Björgólfi breytir þar engu.

Á endanum snýst þetta um hvort trúa menn Skýrslunni eða Björgólfi?

 


mbl.is Lánin verða gerð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vildi svo gjarnan trúa, bara get það ekki:( Þeir sem þekkja manninn, að því er fram kemur í skýrslunni góðu, segja hann ósannindamann og því miður virðast þeir hafa rétt fyrir sér.

Guðrún Halla Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Skrítið að skýrsluhöfundar hafi ekki tekið hann í yfirheyrslu. Orð eru til als fyrst verðum að vona það besta. Nú býður maður eftir Bónusfjölskyldunni með afsökun og viljayfirlýsingu, eða er hún of stór með sig, eða nýtur hún svo mikils velvilja stjórnvalda að ekki þurfi neina afsökun.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2010 kl. 16:12

3 identicon

Þessi hræðilegu feðgamistök áttu RÁÐANDI hlut í Landsbankanum.

Þarf eitthvað að ræða það frekar?

TH (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband