OR verður að hækka taxta um 20% eftir kosningar

Það er næsta ljóst að miklar taxtahækkanir á heitu vatni og rafmagni eru handan við kosningarhornið fyrir viðskiptavini OR. 

Ekki þarf annað en að líta á rekstur OR sem enn er rekin með miklu tapi.  Rekstrartekjur OR voru 2009 um 29 ma en tap fyrir skatta var 3.9 ma.  Til að koma þessum rekstri yfir núllið og geta greitt Reykjavíkurborg arð upp á 1 ma kr. þarf taxtahækkun upp á 20%.

Vilji Reykjavíkurborg hærri arðsgreiðslu, segjum 2 ma kr, þá verður taxtahækkunin um 25%.  Þannig virkar það.

Þetta er mikilvægt mál sem borgarbúar þurfa að setja sig inn í fyrir kosningar.  Þeir þurfa að krefja frambjóðendur um svör við hvernig þeir ætli að rétta af rekstur OR?

Eins og staðan er í dag er langlíklegast að þessu verði öllu velt yfir á borgarbúa, eftir kosningar. 

Klassískt ekki satt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Andri.

Gjaldskrárhækkanir eru ekki klassískar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þvert á móti hafa þær verið fátíðar, sérstaklega síðustu misseri. Raunlækkun á raforku OR frá 2005 er um 30%. Heita vatnið hefur lækkað enn meira að raungildi.

Kíktu á spánnýja skýrslu ráðuneytisins um raforkuna hér.

Kær kveðja.

Eiríkur Hjálmarsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 19:50

2 identicon

Þetta fer að verða eins og bankanir, þegar verið er að segja sannleikan, þá kemur áróðursmeistari OR og segir allt vitleysu !

Eigum við ekki að segja að það sé komið nóg , segið upp lygameisturum ykkar sem eru þessir áróðursmeistarar ( upplýsingafulltrúar eða greiningarfólk ) !

JR (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:12

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Eiríkur,

Það er einmitt málið því fátíðari sem hækkanir hafa verið og því lengra sem líður frá síðustu hækkun því meiri líkur eru á að hækka verði taxta í framtíðinni.  

Það er ekki hægt að reka OR með tapi endalaust, eitthvað verður að gefa eftir og það er langeinfaldast og fljótlegast að laga reksturinn með taxtahækkunum.  

Það sem ég kalla klassískt er að ræða þessa stöðu ekki fyrir kosningar heldur eftir á. Það er útilokað að sannfæra neytendur um að engin taxtahækkun sé í farvatninu nema að fyrir liggi pottþétt rekstraráætlun sem taki á taprekstri strax á þessu ári með kostnaðaraðgerðum.

Það ætti líka að vera nokkuð ljóst að 30% raunlækkun síðan 2005 stenst ekki til lengdar, hún þarf að ganga til baka, spurningin er hversu hratt. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.4.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband