13.4.2010 | 11:02
Icesave og skýrslan
Nú er skýrslan komin út og enn er ósamið um Icesave. Ætli skýrslan hjálpi okkar að ná betri samning? Fá útlendingar meira álit á okkar leiðtogum eftir lestur þessarar skýrslu?
FT sem er eitt virtasta og mest lesna dagblað í hinum enskumælandi heimi slær upp fyrirsögn í dag þar sem stendur "Íslenskir leiðtogar sakaðir um vanrækslu" og mynd af Davíð Oddsyni.
Efni greinar FT mun aldrei ná inn á blaðsíður Morgunblaðsins sem vekur upp spurningar um hvers konar "dagblað" mogginn er orðinn og hvaða tilgangi hann þjónar, en það er annar handleggur.
Hitt sem er umhugsunarvert er hvernig ný stjórn í Bretlandi ætlar að útskýra það fyrir sínum skattgreiðendum að það sé verjandi að gefa eftir í Icesave samninginum þegar nýjar upplýsingar eru komnar fram sem benda til vanrækslu í íslenskri stjórnsýslu.
Lengi getur vont versnað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að mínu álit er nú kominn ákveðinn botn og líka búið að upplýsa margt. Ég held að það hafi enginn búist við einhverjum hvítþvotti, það hefði líka gert illt verra. Nú getum við sagt, svona var þetta og nú er bara að halda áfram bæta sig, bæta siðferðið, stjórnkerfið, regluverkið og allt sem hægt er að laga og breyta. Við höfum lagt spilin á borðið og sýnt hverni þetta var í raun. Það er viss heiðarleiki og það verður virt við okkur síðar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2010 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.