Er lýðræði orðið lúxus á Íslandi?

Að vinstri stjórn skuldi banna verkföll með neyðarlögum þegar engin neyð er sýnileg er vægast sagt sorglegt.

Sú staðreynd að þingið skuli samþykkja þetta á nokkurrar umræðu eða mótmæla sýnir undirlægjuhátt þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu.

Dómsvaldið er næsta ósýnilegt og íslenska stjórnarskráin virðist harla gagnlaus þegar kemur að varðveislu almennra mannréttinda einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu.

Rótgróin lýðræðisríki nota ekki neyðarlög nema í neyð en á Íslandi er þetta að verða eitt helsta stjórntæki framkvæmdavaldsins.

Hvers konar lýðræði búum við við?   Á enginn að setja framkvæmdavaldinu mörk?

Þrískipt lýðræði virðist jafn fjarlægur draumur í dag eins og í gær. 

 


mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er rétt að byrja, brátt verða verkföll bönnuð um óákveðin tíma. Aðrar stéttir munu brátt hugsa sér til hreyfings til að bæta sér upp kaupmáttarskerðinguna. Þá neyðist vinstri stjórnin til að setja almenn lög sem banna verkföll.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.3.2010 kl. 08:46

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta er forundarlegt í ljósi þess að fyrirtækið sem þessir flugvirkjar vinna hjá er í Ríkiseigu svo að Ríkisstjórnin er beggja vegna borðs. Viðsemjendur þurfa ekkert að gera nema halla sér aftur á bak og bíða þess að sett verði lög á verkfallið og þannig ónýtur samningarétturinn áður en samningar hefjast.Sérstaklega með tilliti til þess að síðasti samningur sem var felldur þíddi í raun launalækkun vegna breytinga á yfirvinnusamningum og var því kolfelldur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.3.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Zmago

Þessi gjörningur er þeim mun undarlegri í ljósi þess hvernig hefur verið tekið á málum útrásarvíkinga og bankagreifanna.

Þar þykir ekki ástæða til að setja neyðarlög til að kyrrsetja eignir.

Zmago, 23.3.2010 kl. 12:40

4 identicon

Er ósammála! Mér finnst þessi mál sýna ágætlega allt ruglið sem er í gangi í þjóðfélaginu.
Fáránlgt að BHM, BSRB og fleiri hagsmunasamtök skuli standa með hálaunastéttum sem hafa hreðjatök á lykilstarfsgreinum eins og flugsamgöngum og ferðaþjónustu og vilji að þær noti aðstöðu sína til að pressa upp hálaunin sín.

HF (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:09

5 identicon

Voru sett lög á verkfall flugfreyja og flugþjóna hjá British Airways ? Held ekki þrátt fyrir gríðarlegt tap og áhrif á breskan iðnað. Frekari verkföll hefa þegar verið boðuð en engin merki um að breska stjórnin hafi áhuga á að setja lög.

Þeir sem starfa við flutninga hafa alls staðar í heiminum mikil áhrif. Ísland er ekkert sér á báti og ekki eina eyjan í hinum vestræna heimi sem er algjörlega háð flutningum til og frá landi.

Verkföll eiga að vera óháð tekjum fólks. Það stríðir við mannréttindi að taka verkfallsréttinn af fólki. Það tók aldir fyrir vinnandi fólk að öðlast þennan rétt.

Takmörkun á verkfallsrétti á aðeins við stéttir sem er augljóst að hafa mikil áhrif á líf, heilsu eða öryggi borgara. Í þessum hópi kemur aðeins upp, lögreglumenn, læknar, hjúkrunarfólk og slökkviliðs- og sjúkraflutningar. Þar sem við teljum með óyggjandi hætti að þessar stéttir skipti miklu máli fyrir okkur þá eiga þær að vera mjög vel launaðar og ekki þurfa að sækja launakröfur sínar með verkföllum.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband