21.3.2010 | 08:20
Pálmi í Fons býður Bretum upp á niðurgreidda flugmiða!
Bretar fá ekki Icesave greitt en geta þó alltaf huggað sig við að Pálmi í Fons lætur Íslendinga niðurgreiða farseðla fyrir þá frá London til New York.
Á vefsíðu Iceland Express fæst þetta dæmi um verð sem segir sína sögu:
Frá London til New York kostar fargjaldið 66.825 kr en frá Keflavík til New York á sömu dögum (7. júní út og 21. júní til baka) er verðið 66.090 kr.
Sem sagt, Tjallinn flýgur frá London til Keflavíkur á 368 kr hvora leið - skattar og allt innifalið.
Nei gömlu útrásarvíkingarnir er enn samir við sitt og seilast í vasa landsmanna sem fyrr.
Ps. Það sem vekur sérstaklega athygli í þessu dæmi eru skattar og gjöld á miða IE frá London til New York sem eru 16,320 kr. og hins vegar frá Keflavík til New York sem eru 15,010 kr.. Skattar og gjöld á milli London og Keflavíkur eru einmitt 16,320 kr. Ef jafnræðisreglan gilti borguðu allir farþegar sömu skatta og gjöld en hjá IE eru Bretar jafnari en Íslendingar. Spurningin er hver borgar 15,010 kr skatta og gjöld á flugleiðinni Keflavík til New York þegar Bretar fljúga frá London til New York?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur tíðkast í mörg ár að íslendingar greiði hærra verð fyrir flugfargjöld en þær þjóðir sem búa við mikla samkeppni. Icelandair er ekkert öðruvísi en Iceland Express með þetta. Ef þú tekur t.d. fargjald fra Kaupmannahöfn til New York með Icelandair þá er hægt að fara 29/4 og heim 11/5 fyrir DKK 4478,- en ef þú flýgur frá Íslandi til New York og heim aftur sömu daga þarf að greiða ISK 87.330 DKK 3779,- þannig að fargjaldið CPH/KEF/CPH er aðeins 699,- DKK sem er ekki í boði fyrir okkur hér á landi. Við þurfum því að borga brúsann ekki aðeins fyrir Icesave og hækkandi húsnæðislán heldur greiða niður flugfargjöld fyrir erlenda ferðamenn líka. Það er dýrt að vera íslendingur í dag!!
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 09:32
Edda,
Þetta er alveg rétt hvað varðar fargjöldin en ekki skatta og gjöld. Með Icelandair borga menn skatta upp á kr. 50,800 frá London til New York en kr. 29,250 frá Keflavík til New York og svo kr. 21,550 frá London til Keflavíkur. Hjá Icelandair borga allir sömu skatta. Hvers vegna leggjast ekki skattar og gjöld á flugleiðinni Keflavík til New York á þá sem byrja flugið hjá IE fyrir utan Ísland?
Getur Pálmi í Fons bara ákveðið hverjir borga skatta og gjöld si svona?
Andri Geir Arinbjarnarson, 21.3.2010 kl. 10:14
Nei Pálmi í Fons á ekki að geta ákveðið hverjir borga skatta og gjöld að eigin hentisemi. Mér vitandi þurfa öll flugfélög að lúta sömu reglum hvað þetta varðar. Aftur á móti eru skattar og ýmis gjöld orðin flókin fyrirbæri og fara sí hækkandi. Þetta getur verið mismundandi eftir löndum og flugvöllum en það ætti að vera hægt að fá sundurliðun á þessu hjá viðkomandi flugfélögum. Síðan er búið að bæta við eldsneytisgjaldi frá Íslandi sem víst hluti af heildarfargjaldi.
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 11:09
Góðan dag
Já þetta er svipað og þegar Loftleiðir flugu frá Luxemburg til NY þá var leggurinn hingað frír sem margur landinn nýtti sér þangað til þetta var alfarið bannað.
Mér finnst full ástæða til að Samgönguráðherra og Neytendastofa fari í þetta mál og láti félögin gefa skýringu á þessum mismun á upphafsstað ferðar og kostnað.
Hvað skatta og gjöld varðar þá fékk ég þær upplýsingar hjá Flugstoðum á sl.ári að ríkisskatturinn er innan við 2000kr samkvæmt reglugerð sem hægt er að skoða á neti Samgönguráðuneytisins en eldsneytiskostnaðinn hefði átt að banna hér á landi þar sem innlendir aðilar í farmflutningi hafa ekki leyfi til slíkra gjörninga.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 15:56
Annars getur fólk valið...er ekki Icelandair í harðri samkeppni við IE??
Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.3.2010 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.