20.3.2010 | 10:42
Realpólitíkus
Það er ósköp eðlilegt að Steingrímur hafi orðið að skipta um skoðun og það oftar en einu sinni. En það gerir hann betri stjórnmálamann en ekki verri. Í þeim ólgusjó sem þjóðarskútan nú siglir í gegnum þarf oft að skipta um kúrs til að halda fleyinu á floti. Það veit Steingrímur eins og allir góðir skipstjórar.
Það er auðvelt fyrir þá sem lúra niðri í kojum að gagnrýna þá sem standa í brúnni, en gætu þeir gert betur?
Steingrímur skiptir um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu ekki að taka þetta hugtak og keyra það einum of langt Andri?
Væri ekki nær að tala um vatnamann. Vatnið leitast jú alltaf við að finna stystu leið til sjávar. Það fellur og fer eftir þeim farvegi sem verður á vegi þess. En svoleiðis aðferð er ekki stjórnmál Andri. Þetta er bara einfalt stjórnleysi. Þetta getur hver sem er gert. Það þarf ekki stjórnmálamann til.
Raunverulegur stjórnmálamaður er ekki eins og vatn sem fer eftir farvegi. Raunverulegur stjórnmálamaður býr til farveg eða lagar hann til svo vatn hans renni blítt. Hann skapar farverg. Hann er ekki sjálft vatnið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2010 kl. 13:26
Gunnar,
Það má alltaf líta á mál frá mismundandi hliðum. Steingrímur er langt frá því að vera fullkominn en er einhver íslenskur stjórnmálamaður betri. Eigum við einhvern sem ber höfuð og herðar yfir alla. Hver er sá einstaklingur?
Andri Geir Arinbjarnarson, 20.3.2010 kl. 14:38
Stundum fær maður á tilfinninguna að umræða um pólítík sé keppni í myndlíkingum.
Búi (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 15:02
Steingrímur hefði orðið ágætis fjármálaráðherra undir sterkum forsætisráðherra. Það hugsa ég. En staðan er bara ekki sú. Ísland hefur engan forsætisráðherra eins og er. Ísland er stjórnlaust. Það sjá allir.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2010 kl. 15:42
Umræða um pólitík með myndlíkingum tel ég af hinu góða. Það sneiðir frá hinni flötu kappræðu kennd við skotgrafir. Steingrímur hefur vaxið í mínum huga sem stjórnmálamaður. Þrátt fyrir andstöðu við inngöngu í ESB vill hann ná góðum samningi og láta þjóðina kjósa um hann. Einsog alvöru skipstjóra sæmir, sneiðir hann fram hjá blindskerjum þrátt fyrir kúrsinn að hinu norræna skipulagi. Það er enginn af hans stærðargráðu í pólitíkinni í dag að mínu mati.
Gunni Gunn (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:37
Já,
- nú höfum við fengið að sjá Steingrím í vorleysingum. Allt var þar brotið og bramlað í einum, en ekki grænum, hvelli. Hann hvell sprakk svo að segja. Kjósendur þora ekki lengur að láta heyra í sér því það væri aldeilis þreytandi að þurfa að hlusta á kjaftæðið í þeim.
En hve tíminn liður illa.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.3.2010 kl. 19:24
Það er sama hvað ríkisstjónin gerir eða gerir ekki, allt er tætt í sundur og rakkað niður. Að skipta um skoðun er ómögulegt og að gera það ekki er jafnvel enn verra.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.3.2010 kl. 21:59
Hann getur ekki ginnt fólk til að kjósa sig,með ákveðnum yfirlýsingum um andstöðu gegn,Ags. Esb.og Icesave,eins og hann talaði fyrir kosningar. Það er gremja í mörgum sem trúðu á hann,það er nú fyrir bý.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2010 kl. 03:01
Helga,
Það er alveg rétt enda verður maður að draga þá ályktun að hugmyndfræði Vinstri grænna sé ekki vel fallin til að drífa Ísland út úr kreppu. Í raun er hugmyndafræði allra flokka á Íslandi ófullkomin og úrelt. Leiðtogaleysið síðustu áratugina á sinn þátt í hruninu og varnar því að við komumst hratt og örugglega út úr þessu. Svarið er ekki að gagnrýna Steingrím eða einstaka stjórnmálmenn. Þjóðin verður að fara að leita og kalla eftir nýju og sterku fólki.
Andri Geir Arinbjarnarson, 21.3.2010 kl. 06:08
Hvar var Steingrímur J þegar hann var í minni hluta. Það er ömurlegt til þess að vita ef hann var svona klár, því sagði hann ekkert af viti, sem fólk gat skilið, ekki vantaði honum munsöfnuðinn út í allt og alla, var það þess vegna sem fólk hlustaði ekki (líðskrum).Ég vil meina að minnihlutinn sem þá var eigi jafn mikla sök á þessu hruni.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.