19.3.2010 | 14:38
Ráðherra tilkynnir endalok norrænnar heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðherra tilkynnir enn meiri niðurskurð í heilbrigðisþjónustu og segir: Þau munu krefjast mjög stífrar forgangsröðunar um það hverjir eiga að fá tiltekna þjónustu og hverjir ekki.
Hér með er horfið frá þeim heilbrigðisþjónustugildum sem við og hin Norðurlöndin hafa fylgt um langan tíma og byggir á að allir eigi kost á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á eins og stendur í heilbrigðislögum.
Þeir sjúklingar sem ekki fá þjónustu hjá ríkinu eiga engra kosta völ því flokkur heilbrigðisráðherra neitar að opna heilbrigðismarkaðinn fyrir einkaspítala og prívat sjúkratryggingar. Er hugmyndafræðin mikilvægari en aðgangur sjúklinga að heilbrigðisþjónustu?
Eru það ekki almenn mannréttindi að eiga rétt á aðgangi að heilbrigðisþjónustu? Er hægt að banna fólki að borga fyrir læknisþjónustu ef ríkið neitar að borga?
Er ekki betra að leyfa fólki að borga fyrir þjónustu eða leyfa góðgerðastofnunum og tryggingarfélögum að hjálpa fólki en að tilkynna að sumir sjúklingahópar einfaldlega fái ekki þjónustu?
Stefna Vinstri grænna í heilbrigðismálum þarfnast endurskoðunar áður en mannslífum er stefnt í voða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þekking ráðherrans á heilbrigðismálum er engin. Eins og þú segir er hugmyndafræðin látin ganga fyrir. Af góðum ráðherrum í þessu ráðuneyti er aðeins hægt að nefna tvo, Siv og Ingibjörgu. Ég veit heldur ekki til þess að nein önnur ráðuneyti séu að spara í rekstri a.m.k. ekki utanríkisráðuneytið. Eins og alltaf verða spítalarnir látnar bera birgðarnar og þá sérstaklega LSH.
Finnur Bárðarson, 19.3.2010 kl. 14:58
Já þú segir það. En hver hefur bannað þér eða hverjum sem er að opna spítala og gera út á einkatryggingar.
Það eina sem ég er á móti er að byggðir séu einkaspítalar á kostanað almennings og síðan gert út á almannatryggingar til að fá sjúklinga. Ef þú vilt borga sérstaklega fyrir þínar sjúkratryggingar og leggjast inn á einkarekinn spítala finnst mér bara allt í lagi að þú gerir það en þá ekki á minn kostnað.
sigurður
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 15:15
Ég tek heils hugar undir orð Sigurðar hvað varðar "ríkisrekna einkaspítala"
Finnur Bárðarson, 19.3.2010 kl. 15:23
"Stefna Vinstri grænna í heilbrigðismálum þarfnast endurskoðunar áður en mannslífum er stefnt í voða"
Rólegur Andri....
Andrés Kristjánsson, 19.3.2010 kl. 16:50
AGS herðir klónna.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 21:46
Ástæða niðurskurðarins í heilbrigðiskerfinu eru skuldir sem það stofnaði ekki til. Núverandi ríkisstjórn ætlar að greiða skuldir óreiðumanna með niðurskurði á velferðamálum.
Ef fram heldur sem horfir munu þá sem skortir heilbrigðisþjónustu ekki hafa efni á að kaupa hana sjálfir. Því mun aðstaða þeirra sem fátækir eru versna en hinna ríku ekkert.
Stefnu núverandi ríkisstjórnar í heilbrigðismálum þarf því að endurskoða. Sú endurskoðun felst í því að banna AGS að skipta sér af innanríkismálum okkar Íslendinga.
Gunnar Skúli Ármannsson, 19.3.2010 kl. 22:52
Velferðarvitleysinga"vinstri"vitundin, virðist vísvitandi verja velferð verkfræðistofa, verktaka og veisluhaldara. Kannski ekki furða þar sem framkvæmdagleðimenn borga mest í sjóði flokkana.
Íslensk sjúkrahús og stofnanir eru með þeim bestu í heimi hér, starfsfólkið mjög gott, tæki og húsnæði þannig að flestir jarðarbúar öfunda okkur og hvað er þá að? Ég tel t.d. að ef þeir aurar sem eytt hefur verið í allskonar greiningarfyrirtæki og fjárhagsendurskipulagningar sem litlu hafa skilað væru enn í kerfinu, væri halli spítalana lítill sem enginn.
Sú klikkun að vaða í byggingu nýrrar snobbhallar uppá 70 til 90 miljarða um leið og ráðfrúherrann telur þörf á samráði við siðfræðinga um val þeirra sem "þurfa" að drepast vegna fjárskorts, er með slíkum ólíkindum að einungis AGS getur hafa fundið það upp.
Væri ekki viturlegt þegar í stað, að reka fulltrúa ríkjaráns-mafíunnar úr landi?
Dingli, 20.3.2010 kl. 07:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.