18.3.2010 | 10:13
Deutche Bank notar Actavis til að fá betra verð fyrir Ratiopharm
Tæknilega séð er Deutche Bank eigandi af bæði Ratiopharm og Actavis á þeim grundvelli að sá sem á skuldirnar á eignirnar. Bankinn fer því með fjárræði yfir báðum fyrirtækjunum og aðalmarkmið hans er að reyna að fá sem mest upp í skuldirnar og góð sala á Ratiopharm er því mikilvæg.
Tilboð Actiavis í Ratiopharm var sölubrella af hálfu Deutche Bank til að þvinga fram hærra kauptilboð frá samkeppnisaðilum. Actavis hafið ekkert með þetta að segja enda í engu standi til að fjármagna yfirtökur af þessari stærð. Hótun Deutch Bank um að sameina Actavis og Ratiopharm og taka til sín hlutaféð hefði gert þeim sem vilja kaupa Ratiopharm en ekki Actavis erfitt fyrir höndum og það vissi bankinn.
Teva sagt fá að kaupa Ratiopharm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.