19.1.2010 | 12:19
Pattstaða fyrir íslensk stjórnvöld
Ef marka má orð Wouters Bos að Hollendingar vilji bíða þar til eftir þjóðaratkvæðisgreiðslu er það mjög eðlileg afstaða þeirra en slæm niðurstaða fyrir ríkisstjórn Íslands.
Bretar og Hollendingar geta auðvita ekki haft frumkvæði af því að hefja nýjar Icesave viðræður núna, það yrði túlkað sem afskipti að innanríkismálum Íslands og að þeir væru að reyna að hafa áhrif á eða stöðva lýðræðislega þjóðaratkvæðisgreiðslu. Slíkt myndi aðeins skaða þeirra málstað.
Auðvita er best fyrir þá að bíða. Ef Icesave er samþykkt er málið úr sögunni, en ef það er fellt þarf að setjast aftur að samningaborði og varla verður staða Íslands sterkari þá en hún er nú. Hitt sem eflaust vefst fyrir Hollendingum og Bretum er hver hefur umboð til að semja fyrir hönd Íslands?
Þeir vita sem er, að það er tímasóun að semja við sömu aðila og síðastliðið vor. Líklega verður að finna milligöngumann sem allir sætta sig við og ekki síst Forseti Íslands. Hins vegar er tíminn peningar og ef við endum í þessum farvegi er líklegt að samningar takist ekki fyrr en í lok 2010. Það mun óneitanlega hafa mjög neikvæð áhrif hér á hagkerfið, ekki síst endurfjármögnun lána 2011.
Það er alveg sama hvernig litið er á þetta mál, kostnaður Íslands verður gífurlegur. Það hlýtur að vera markmið allra að finna lausn sem lágmarkar þennan kostnað.
Engar viðræðuóskir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei þýðir Nei. Hvað ætla menn svo að gera ef þjóðin n.b. þjóðin segir NEI? Hvaða skilaboð felast í því fyrir stjórnmálamenn hvort sem þeir eru íslenskir, breskir eða hollenskir? Hvaða skilaboð eru það til bankakerfisins? Til ESB? Hver gefur stjórnmálamönnum og bankamönnum heimild til að fara svona með almannafé hvort sem það er á íslandi, bretlandi eða hollandi?
Er ekki þess virði að velta þessu aðeins fyrir sér?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 19.1.2010 kl. 17:20
Icesave hverfur ekki þótt þjóðin segi nei hundrað sinnum.
Kama Sutra, 19.1.2010 kl. 17:38
Kannski eru íslendingar ekki allir eins vel að sér í skák eins og áður var.
Patt er skilgreint svo samkv. Wiki: "Pattmát (venjulega bara kallað patt) er í raun og veru ekki mát, heldur er leikurinn skráður sem jafntefli. Staðan er þá þannig að annar hvor spilarinn getur alls ekki hreyft einn einasta skákmann og kónginum er ekki hótað af taflmanni af andstæðum lit."
Þetta er soldið góð líking.
Íslendingar sumir eru búnir að leika skákinni í patt.
Eins og ég segi, maður er ekki að sjá hvernig á að losa um þessa stöðu, Segi það alveg eins og er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2010 kl. 18:05
Hverfur það ef við segjum já, Kama Sutra?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 18:16
Skynsamt fólk reynir að semja um svona hluti. En ekki segja bara nei, nei, nei eins og illa upp aldir krakkar.
Kama Sutra, 19.1.2010 kl. 18:25
Það virðast vera góðar líkur á að icesave samningnum verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég segi bara farið hefur fé betra og vísa í jonas.is. Í morgun skrifaði hann um "góðar afleiðingar af neii". Landið fer væntanlega í greiðsluþrot og við söfnum ekki skuldum á meðan. Ég efast um að það verði verra en "rebootið" sem er og hefur verið í gangi. Það hefur ekki verið tekið á málum sem þarf að taka á. Endurreisn með þeim formerkjum er ekki góð. Yfirleitt eru allir í bullandi afneitun og í fararbroddi þar eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn. Vonandi verður landið þá endurreist með þeim aðgerðum sem eru nauðsynlegar til að hér verði nýtt og betra þjóðfélag í framtíðinni: Nyja Ísland.
HF (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 18:26
Er það ekki akkúrat það sem verið er að fá í gegn Kama Sutra? Að samið verði um þetta eftir löglegum leiðum en ekki lagst í duftið undir kúgunum?
Þér ekki beint vel að tala um skynsemi af þessum orðum að dæma.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 18:39
"Er það ekki akkúrat það sem verið er að fá í gegn Kama Sutra?"
Er það? Mér hefur þvert á móti skilist að nokkuð stór hluti þjóðarinnar haldi að með því að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé þjóðin laus allra mála gagnvart Icesave.
Gott að ég hef misskilið þetta.
Kama Sutra, 19.1.2010 kl. 18:57
Bentu mér á einhvern, sem hefur haldið slíku fram? Það eru vissulega uppi raddir um að við berum hugsanlega enga ábyrgð á þessu og það má vel vera rétt. Það kemur þá bara í ljós, en þessar raddir eru raunar allar utan úr heimi og þar tala m.a. breskir og hollenskir sérfræðingar auk embættismanna innan evrópusambandsins.
Þetta eru kannski allt fífl. Þú hefur örugglega fundið út úr þessu. Endilega deildu því nú með ríkistjórninni.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 19:10
Ég held að það sé ekki hægt að segja fyrir niðurstöður þjóðaratkvæðis miðað við umræðuna í dag.
Umræðan verður fram að þeirri atkvæðagreiðslu minnst um lögin sem á að samþykkja heldur
a) með eða á móti Icesafe,
b) með eða á móti ríkisstjórninni
og c) með eða á móti ESB
og ekkert þessara þriggja atriða verður gengið til kosninga um!
Afstaðan til þessara þriggja þátta mun ráða úrslitum. Það tel ég vart marktæka niðurstöðu.
Ef Nei verður ofaná mun það ekki þrýsta á samningsaðila okkar erlendis. Það eru við en ekki þeir sem ÞURFA samning sem fyrst. Þetta er ekki neitt sem ríkisstjórnin hefur fundið upp til að dreifa athyglinni á leiðinlegum ríkisstjórnarfundum.
Gísli Ingvarsson, 19.1.2010 kl. 21:26
Andri Geir. Það er einmitt málið, kostnaðurinn er þegar orðinn svo mikill og á eftir að aukast svo gífurlega fyrir okkur öll ef við segju NEI 6. mars.
Það er ekki nokkur von til þess að hægt sé að vinna slíkt upp, þá allra villtustu draumar um betir samning verði að veruleika.
Við verðum að kyngja þessum pakka, segja JÁ við samningnum 6. mars. Takist ríkisstjórninni að ná málamiðlun fyrir þann tíma er það auðvitað TÆR SNILLD.
Gíli Ingvar - þú greinir þetta hárrétt með þau mál sem eru að trufla fólk núna og einnig með þörf B&H fyrir að semja. Hún er ekki til staðar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2010 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.