Viðvörun S&P ber að taka alvarlega

Viðvörum S&P um að miklar líkur séu á öðru efnahagslegu hruni og pólitískri stjórnarkreppu á Íslandi er alvarleg:

Iceland’s credit risk may rise “considerably” as the island faces the threat of a shelved emergency bailout and a government collapse, Standard & Poor’s said. “The risk is there that the program will fall apart and with that, the downside risks would increase very considerably,” segir Moritz Kraemer framkvæmdastjóri matsfyrirtækisins, Standard and Poor's í Evrópu.

Það sem er enn alvarlegar er að meirihluti landsmanna mun líkleg afgreiða þetta sem hræðsluáróður pantaðan af ríkistjórninni.  

Það er því varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að hlutirnir eigi eftir að versna hér verulega áður en þjóðin vaknar af sínum pólitíska dásvefni. 

Við erum nú á hraðleið að verða Argentína Norður Evrópu.  Ef menn halda að það sé fín og ódýrari lausn en Icesave ættu menn að staldra við.  Eftir 10 ár í efnahagslegri eyðimörk er Argentína að reyna að komast inn á alþjóðlega fjármálamarkaði. Þeir vona að vextirnir sem þeir fá verði aðeins um 9.5% en á síðustu árum hafa þeir þurft að borga um 15%.

Nú eru meðalvextir á erlendum lánum OR og LV um 3%.  Hvað halda menn að gerist ef þessir vextir fara upp undir 10% í endurfjármögnun 2011?  Og ef menn halda að Argentína sé ekki gott dæmi þá má benda á að Grikkland sem þarf nú að borga um 6% vexti af sínum erlendum lánum.  Ætli Ísland liggi ekki þarna á milli í besta falli.

Samanlagðar skuldir OR og LV eru um 600 ma kr. eða á svipuðu róli og Icesave.  

Væri nú ekki skynsamlegt að reikna út líklegan heildarkostnað fyrir þjóðfélagið af báðum möguleikunum: 1) samþykkja Icesave og 2) hafna Icesave.  Hvorugur er ókeypis.

-------

Og samkvæmt frétt Bloomberg er ekkert víst að Norðmenn munu lána okkur peninga óháð Icesave, sbr.:

The “common view” of Sweden, Norway, Finland and Denmark on the status of their $2.5 billion loan after Grimsson’s de facto veto of the Icesave bill is that continued disbursement of the loan “would require that Iceland complies with its deposit guarantee scheme obligations,” Dorte Drange, a spokeswoman at Norway’s Finance Ministry said in an e-mailed response to questions.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig ætlar þú að borga Icesave eftir 7 ár? *Árleg* greiðsla verður hærri en uppsafnaður jákvæður vöruskiptajöfnuður landsins síðustu 30 ár.

Kalli (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 10:34

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðvörun? Þetta er bara enn ein andskotans hótunin frá þessu glæpagengi.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 11:32

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kalli,

Ég hef margoft skrifað um greiðsluhluta Icesave.  Icesave er hápólitískt mál sem þarf að leysa eftir reglum alþjóðasamfélagsins.  Við samþykkjum  Icesave setjum allt í fullan gang að byggja upp atvinnuvegina næstu 4 árin og þegar við erum komin inn í ESB og nýtt fólk hefur tekið við stjórnartaumunum í Hollandi og Bretlandi förum við fram á endurskoðun enda munu þá liggja fyrir miklu betri upplýsingar um verðgildi eigna Landsbankans.  Við verðum aldrei látin borga þetta að fullu, en staðan erlendis er viðkvæm núna.  Við þurfum að bíða og láta hlutina róast.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 11:42

4 Smámynd: Haraldur Hansson

þetta-reddast-hugsanaháttur kom okkur í vanda og er ekki marktækur lengur. Mér sýnist athugasemd þín hér að ofan vera í þeim anda.

2007 er liði. Þetta er 2007 hugsunarháttur. Tökum bara lán og borgum kannski seinna. Kannski ekki.

2010 hugsunarhátturinn ætti að vera; förum að lögum og gerum rétt.

Haraldur Hansson, 18.1.2010 kl. 13:13

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ágæti lesendur þessarar síðu. Ég tek heilsgugar undir hvert orð sem Andri Greir er að segja hér í færslunum hér að ofan. Þetta er hvorki hræðsluáróður eða ýkjur, ekki pöntuð niðurstaða af einum eða neinum.

Þetta er bara sá blákaldi raunveruleiki sem við stöndum frammi fyrir.

Þetta er ekki tilfinningaleg nálgum á málið, heldur ískalt mat á veruleika okkar.

Ég get auðvitað sagt allt mögulegt eins og aðrir um það sem mér finnst umm málið og hvernig ég vildi óska að það væri leyst. Ég hef bara ákveðið að halda mínum tilfinningum um allt þetta mál, öll álita málin, óréttæltið og hvað þetta heitir allt saman til hliðar og horfa á hlutina frá þeim staðreyndum sem liggja fyrir.

Við borgum ekki ICESAVE með lögfræðiálitum, samkenndarskrifum, mótmælabréfum andstæðinga þessa og hins út í heimi.

Við verðum að semja núna og freysta þess að semja upp á nýtt þegar við erum komin í ESB og búið að skipta um stjórnvöld ytra, eins og Andri Geir bendir réttilega á. Þá verður mesta rykið sest og fólk farið að anda með nefinu, bæði hér heima og ytra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband