15.1.2010 | 17:09
Læknar og ráðherrann
Yfirlýsing heilbrigðisráðherra um að ekki komi til greina að hækka laun lækna og að nú eigi að jafna launamun innan heilbrigðiskerfisins er óheppileg.
Ísland er ekki einangruð eyja þegar kemur að störfum fyrir lækna, þeir hafa val sem margar aðrar stéttir hafa ekki hér á landi. Auðvita vilja læknar leggja sitt af mörkum við endurreisn landsins en þeir verða líka að hugsa um sínar fjölskyldur og veita sínum börnum eins gott veganesti og þeir geta. Margir munu telja sig eingöngu geta gert það með því að starfa erlendis.
Læknaskortur mun ekki gera vart við sig strax, það mun taka mörg ár, en hægt og sígandi verður erfiðara að manna stöður, biðlistar munu lengjast, mistök aukast og þjónustan skerðast.
Niðurskurður sem byggist á hugmyndafræði einni saman er stórhættulegur. Það verður að taka raunveruleikann eins og hann er, með í reikninginn.
Íslensk stjórnvöld verða að borga erlendum sérfræðingum markaðstaxta. Sama gildir um íslenska lögfræðinga. Ein lögmannsstofa heimtar 1 milljarð fyrir að rukka inn kreppuskulda hjá einum sparisjóði í Reykjavík. Ætlar Seðlabankinn að borga þann reikning á meðan læknar hrökklast frá landi? Hvað með lögfræðinga, eiga þeir ekki að leggja sitt fram? Hvar endar þetta?
Ætli íslenskir læknar setji ekki á stofn fyrirtæki erlendis þar sem íslenska ríkið getur keypt þjónustu þeirra á markaðstaxta. Þannig að í staðinn fyrir að víkarera erlendis, munu læknar snúa þessu við, starfa erlendis og víkarera á Íslandi. Viðhorf Álfheiðar gengur ekki upp, því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Andri. Annar læknirinn hér í HVammstangalæknishéraði fór til Noregs að vinna og hinn er í hálfu starfi í Svíþjóð og hálfu starfi hér. Sem betur fer hefur tekist að manna þeirra stöður. Þetta er bar eins og með ICESAVE, bláköld staðreynd.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2010 kl. 17:51
Heyrði þetta viðtal við Álfheiði. Það var á margan hátt kjánalegt að hlusta á hana. Sammála þér viðhorf hennar gengur ekki allskostar upp.
Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.