"Þjóðstjórn" til að leysa Icesave eins og Davíð sagði!

Það hlýtur að hlakka svolítið í ritstjóra Morgunblaðsins við þessa frétt um að loksins eigi að setja á fót þverpólitíska nefnd til að leysa Icesave. 

Davíð var sannspár þegar hann stormaði inn á skrifstofu Geirs Haarde og skipaði honum að koma á þjóðstjórn til að leysa úr vanda landsins eftir hrunið.  En Geir hlustaði ekki á Davíð með afleiðingum sem öllum er nú ljóst.

Hvað sem segja má um Davíð hefur enginn lifandi Íslendingur jafn mikla reynslu sem forsætisráðherra.  Ekki svo að skilja að sú reynsla sé endilega það sem nú þarf á að halda, en engu að síður er alltaf hollt að hlusta á hvað fólk með reynslu hefur að segja. 

Það er nefnilega alltaf hætta á að hinir reynslulitlu ofmeti sína hæfieika og getu til að leysa flókin vandamál, eins og komið hefur í ljós.


mbl.is Þverpólitísk nefnd um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þá er aðeins verið að tala um nefnd sem vinni að ICESAVE. Ætlaði Davíð ekki að stýra þeirri þverpólitísku ríkisstjórn. Þar með fór sú hugmynd í vaskinn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2010 kl. 17:55

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hólmfríður,

Jú, sei sei mikil ósköp.  Hugmyndin var góð en hann afleitur.  Geir gat ekki stjórnað honum, það varð Geir að falli.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.1.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband