Kínverjar dregnir inn í íslenskt kennitölusvindl?

DV birtir athyglisverða frétt um kaup Kínverja á húseign í Reykjavík fyrir sendiráð sitt.  Ef fréttin er rétt, sýnir hún að hið gjörspillta íslenska viðskiptasiðferði lifir enn góðu lífi.  Allt gengur út að að svíkja, pretta og svindla. 

Fréttin gefur mjög góða sýn inn í hvernig óprúttnir aðilar geta auðveldlega svindlað á nýju bönkunum til að fá skuldaniðurfellingu og haldið sínum eignum sem þeir síðan selja fyrir hagnað.

Það sem gerir þetta svo auðvelt er kennitöluflakkið sem enn er leyft hér og ekki hefur verið stoppað.  Kennitöluflakk er fyrir íslenskt viðskiptalíf eins og heróín fyrir eiturlyfjaneytendur.

Hitt er síðan umhugsunarvert hvernig í ósköpunum bankar láta skuldara fá afsal af veðsettum eignum án þess að skoða undirritaða kaupsamninga og ganga úr skugga um að kaupandinn sé raunverulegur.

Þá sýnir þetta líka þá veikleika og hættur sem skapast þegar bankar taka ekki veð til sín og láta ekki óháða aðila sjá um sölu eigna en gefa fyrri eigendum frítt spil.

Það er alveg ljóst að sumir aðilar í íslensku viðskiptalífi eru bara að gera það gott í kreppunni!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ætli sé keppt í Evrópu eða heimsmeistaramótum í kennitöluflakki? Þetta kennitöluflakk er með ólíkindum og virðist eiga sér stað í skjóli bankanna sem er nú ekki til að fegra ástandið.

Gísli Foster Hjartarson, 15.1.2010 kl. 15:48

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er ég búin að fá útskýringar á þessu máli eða öllu heldur yfirlit hjá RUV. Þarna er enn eitt svindlið og gott að búíð er að kæra málið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2010 kl. 19:31

3 identicon

Hlaðborð og nauðasamingiar fyrir útvalda - við vitum ekki um nema brot af þessum málum - eitt og eitt mál kemur upp á yfirborðið.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 20:22

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þráinn,

Því miður, líklega rétt hjá þér.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.1.2010 kl. 20:50

5 identicon

En hverjir eru stærstu kennitöluflakkarnir, voru það ekki bófarnir sem Kalli pelsinum girti niðurum og rassskellti. Talandi um að fá að kenna á eigin meðulum. Þessir bankabófar sem sitja sem fastast í bankakerfinu höfðu nú bara gott af því að fá smá skell. Vonandi verður nú hreinsað almennilega út úr þessu handónýta spillingarkerfi.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband