Icesave staðan er þröng - stefna ber á 4.5% vexti

Hver er sú lausn sem ríkisstjórnin ætlar að bjóða Bretum og Hollendingum?

Við ætlum að standa við okkar skuldbindingar.  Það hlýtur að þýða að lausnina verður að finna í vöxtum og lánstíma, ásamt þeim ábyrgðum sem við leggjum fram.

Veð og vextir fara sama og ekki virðist deilt um lánstímann svo aðalmálið eru vaxtakjörin.

Ef við viljum lægstu vexti þurfum við að tefla fram okkar sterkustu veðum.  Annað er órökrétt.

En hér hefur tíminn farið frá okkur.  Vaxtakjör hafa versnað frá júní 2009.  Ef markaðsvextir voru 5.5% í júní eru þeir nær 6.5% í dag.  Það er því upp að sækja fyrir okkur að fá betri vaxtakjör.

Það besta sem við getum búist við er að koma vöxtum niður í 4.5% með fullri ríkisábyrgð.  Þetta yrði gert með því að snúa klukkunni við og segja að þegar samningurinn var gerður hefðu ríkin átt að hittast á miðri leið.  Bretar og Hollendingar fjármagna þetta líklega á 3.5% vöxtum, þannig að 4.5% er miðpunktur og eðlilegur endapunktur á ferlinu. 

Nú er að bíða og sjá hvað setur. 


mbl.is Segja um góðan fund að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eitthvað er að þokast í rétta átt, ætla ég að vona. Kominn tími til

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 20:49

2 identicon

Ég er viss um að þú meinar vel og ég er sammála því að flestir Íslendingar vilja borga sínar skuldir. Vandamálið er að ég skulda þetta ekki, og ekki þú heldur. Því skil ég ekki af hverju þú gerir þig ánægðan með lækkun vaxta. Borga svo bara allt heila dótaríið. Nú er ég ekki að reyna að vera leiðinleg en langar að spyrja þig hvort þú hafir lesið tilskipunina sem um ræðir með öllum undirmálsgreinum. Til að skilja hana þyrftir þú að vera vel að þér í ensku eða frönsku td. Ég hef lesið hana á ensku enda bjó ég lengi úti í Englandi og er með BA próf í Ensku. Ástæða þess að ég les hana ekki á íslensku er sú að ég hef margoft séð þýðingar á obinberum skjölum hérlendis þarsem þýðingin hefur skolast til í meðförum. Ég á erfitt með að trúa því að þú hafir lesið tilskipunina því þar kemur glöggt fram að við skuldum ekki þessa peninga. Ég skora á þig að kynna þér málið þannig að þú getir skipt um skoðun. Ekki myndi ég vilja að neinn sæktist eftir að borga slíkar fjárhæðir ef hann ætti ekki hlut að máli. Og það ættir þú ekki að vilja heldur.

Bestu kveðjur

Dagga (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:57

3 identicon

Það hefur aldrei verið spurning um það hvort við ætlum að standa við okkar skuldbindingar - spurningin er hverjar þær skuldbindingar eru og eðlilegast er að úr því sé skorið fyrir dómi.

Ef við förum þá leið að semja við Breta og Hollendinga í stað þess að fara fyrir dóm er það eðlileg krafa að stefna að því að ákvæðið sem kennt er við Ragnar Hall verði sett inn í samninginn, þá ætti að vera öruggt að það fáist upp í allan höfuðstólinn og raunar ætti ekki að vera þörf á ríkisábyrgð. Það er óþolandi og óásættanlegt að Bretum og Hollendingum sé leyft að stela úr núinu. Verði veitt ríkisábyrgð er eðlilegt að við njótum sambærilegir vaxtakjara við þau sem breski innistæðutryggingasjóðurinn nýtur, 1,5%, breytilegir eða kannski 2,5-3% fastir (og í guðanna bænum ekki fara að þvæla markaðsvöxtum inn í málið, þarna er verið að ræða um pólitíska lausn).

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:00

4 identicon

Afhverju í ósköpunum ættu Bretar og Hollendingar að lána okkur á hærri vöxtum en þeirra eigin trygginsjóðir njóta? Við fengum aldrei peninginn og þeirra eigin þegnar fá allar greiðslurnar.

Vextirnir eru blóðpeningar og ekkert annað.

Kalli (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 21:50

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Láta þá fá bankann og þeir geta endurheimt þetta. Málið er dautt.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.1.2010 kl. 22:13

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Samkvæmt mati - Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, er Ísland ekki fært um að borga sínar skuldir.

Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Maðurinn, sem sá um að semja um skuldir Mexíkó, og starfaði 13 hjá Heimsbankanum, ætti að hafa vit á þessu.

Sjá greinIceland needs international debt management

Icesave samningurinn er ónýtt plagg. Hann er ekki neins virði.

Best að henda honum í vaskinn og það strakx.

Tómt mál, að tala um smálagfæringar á vöxtum, þegar staðreyndin er sú, að Ísland mun ekki geta ráðið fram úr þeim skuldum, sem þegar eru komnar í hausinn á okkur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 22:34

7 identicon

Ég er með eina tillögu í þessu máli :

Afhendum formanni sjálfstæðisflokksins ICESAVE málið , þetta er innanflokksmál sjálfstæðisflokksins, og látum hann semja um þetta mál !

Við hin snúum okkur að reisa þetta þjóðfélag við  !

JR (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 22:40

8 identicon

Hvernig væri að fá lögfræðiálit um það hvort við skuldum?

Doddi D (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 23:40

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það væri engin lausn, því álit er einfaldlega hægt að panta skv. fyrirframpantaðri niðurstöðu.

Þannig séð, geta andstæðingar pantað eitt, og stuðningsmenn annað, sem akkúrat segja sitt hvort.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 23:51

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nú hefur Steingrímur gefið út yfirlýsingu um að stefnt verði að lægri vöxtum, enda er það eina rökrétta ályktunin í stöðunni.  Líklegt er að við setjum fram kröfu um 4.5% og við endum með 5% sem málamiðlun.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.1.2010 kl. 12:49

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Væri aðeins skárra - en, dugar samt engan veginn.

Við stefnum í gjaldþrot, að flestum líkindum, algerlega burtséð frá Iceave dæminu - aðeins nema, að samið verði um eftirgjöf skulda.

Í reynd þyrfti að semja við Breta og Hollendinga, um að fyrirgefa vexti alfarið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband