Forseti og ráðherra deila í erlendum fjölmiðlum

Forseti segir að allt verði í himnalagi ef þjóðin fellir Icesave 2 því þá taki Icesave 1 aftur gildi.  Forsætisráðherra segir ekki svo vera þar sem Bretar og Hollendingar hafi fellt Icesave 1.

Sjaldgæft er að sjá Forseta og forsætisráðherra  deila opinberlega í erlendum fjölmiðli.  Hvernig svona framkoma hjálpar við að leysa deiluna, veit ég ekki?

Það hlýtur að líta kómískt út í stærri löndum að forseti og ráðherra í 320,000 manna samfélagi geti ekki talað saman og stillt sína strengi.


mbl.is Eldri lögin taka gildi falli þau nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta táknar að Forsetinn stendur með okkur Þjóðinni, en það er ekki hægt að segja um Forsætisráðherra okkar. Það hlítur að vera Breta og Hollendinga að ákveða hvað þeir gera næst. Greinilega er þeim ekki að takast að troða þessum reikningi á okkur, enda eigum við hann ekki. Svo kannski verða Bretar og Hollendingar bara að reyna að rukka þessa Eigendur sem áttu þessa Einkabanka, sem þeir leyfðu að koma inn í land sitt, ef þeir geta það þá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 14:18

2 Smámynd: Kama Sutra

Ingibjörg,

Forsetinn er gamall pólitíkus sem stendur með sjálfum sér, en ekki þjóðinni.

Kama Sutra, 14.1.2010 kl. 19:42

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Forsetinn heldur greinilega að nú geti hann sagt hvað sem er, en svo er ekki. Hann er á leiðinni í hornið hér heima. Á alþjóðavettvangi er þetta auðvitað skoplegt, sérstaklega ef fólk veit um hans fortíð á vinstri væng stjórnmálanna. Svo er þetta hámenntaður maður, en sýnir það bar ekki því miður

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband