14.1.2010 | 12:04
Hver var framkvæmdastjóri og endurskoðandi Samson 2007?
Fréttin um bókhaldsóreiðu Samson og "lánin" til Tortóla sem hafa enga pappíra eða undirskriftir sannar að lengi getur vont versnað. Engin getur svarað fyrir þetta og vísað er í framkvæmdastjóra sem á að hafa fengið heilablóðfall 2007? En hver var framkvæmdastjóri 2007?
Samkvæmt árshlutareikningum frá 30. júní 2007 var það Birgir Már Ragnarsson, lögmaður sem skrifar undir reikningsskil Samsonar ásamt KPMG hf. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra í Samson í júlí 2005.
Er þetta ekki sami Birgir Már Ragnarsson og situr í stjórn Verne Global sem er að reyna af fá fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum um byggingu gagnavers á Reykjanesi?
Á vefsíðu Verne Global er Birgir Már kynntur á eftirfarandi hátt:
Birgir Már Ragnarsson
Partner and General Counsel
Novator Partners LLP
Birgir Már Ragnarsson graduated from the Law Faculty of the University of Iceland in February 1999 and became a member of the Icelandic Bar Association in 2000. In June 2003, he earned a master's degree (LLM) from Harvard Law School where he specialized in International Finance. His previous experience includes positions as Partner at Lex-Nestor Law Offices, CEO of Audkenni, Senior Attorney at the Icelandic Financial Supervisory Authority, and Legal Adviser with the Icelandic Ministry of Industry and Commerce. Birgir Már is a board member of various companies.
Þessi Birgir Már vinnur sem sagt sem lögmaður Novators og situr í stjórn Verne Global. Athyglisvert er að ekkert er minnst á Samson í þessari kynningu.
Ætli það sé líka sami Birgir Már Ragnarsson sem sat í stjórn CCP í lok 2007?
Ef þetta er sami maðurinn, þá hlýtur þessi maður að geta varpað einhverju ljósi á þessa bókhaldsóreiðu. Nú svo má alltaf spyrja endurskoðandann KPMG hf. Hefur engum dottið það í hug?
Óvíst hvert milljarða lán fóru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn og aftur þurfa bloggarar að vinna vinnu fjölmiðlafólks!!!
ASE (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 13:40
Birgir Már var líka í stjórn Straums þegar bankinn féll í mars 2009 - sjá hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.1.2010 kl. 13:55
Sambræðingur stjórnmála og viðskiptalífs endurspeglast í viljaleysi til afhjúpunar spillingarmála. Eina svar íslenzks almennings er að hafna fjórflokknum í næstu alþingiskosningum og gefa forsmekkinn í sveitastjórnarkosningum vorsins með því að sitja heima.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:00
Það sem mér þykir einnig áhugvert er hvernig Björgólfur, að venju, kennir Birgi Má um allt og segir að hann hafi verið veikur og þessvegna sér þetta svona.
Björgólfur GUðmundsson hefur aldrei tekið ábygð á eigin gjörðum opinberlega, ekkert er honum að kenna....
http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/01/14/snakarnir-og-sidblindan/
Ása (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 14:01
Lára,
Alveg rétt og takk fyrir innlitið. Hér tengir einn maður saman: Straum, Samson, Novator, Verne Global, Lex lögmannstofu, CCP, FME, Iðnarráðuneytið, Viðskiptaráðuneytið.
Skemmtilegt að heyra að Birgir Már er kynntur sem fyrrverandi lögmaður Fjármálaeftirlitsins á vefsíðu Verne Global en ekki orð um Samson reynsluna.
Maður með svona sambönd hefur nóga spotta til að kippa í. Þetta lognast út af.
Andri Geir Arinbjarnarson, 14.1.2010 kl. 14:07
Svona er skrifað undri síðasta ársreikning Samson fyrir hrun í ágúst 2008.
Ályktun
Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til þess að árshlutareikningurinn gefi ekki glögga mynd af afkomu félagsins á tímabilinu, fjárhagsstöðu þess 30. júní 2008 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu.
Reykjavík, 27. ágúst 2008.
KPMG hf.
Alexander G. Eðvardsson
Andri Geir Arinbjarnarson, 14.1.2010 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.