Ekki sama Jón og Jón Ásgeir

Skuldarar á Íslandi virðast falla í þrjá flokka:

  1. Almenningur sem þarf að greiða sín lán, sama hvað tautar
  2. Athafnamenn sem strax eru gerðir upp og tapa sínum fyrirtækjum
  3. Kúlulánskóngar og drottningar með pólitísk sambönd sem fá forgangs skuldaniðurfellingu og geta haldið sínum eignum og stöðum.

Meðferð Arion banka á Jóni Ásgeiri og co. er með eindæmum.  Þeir sem keyrðu allt í kaf og eru ábyrgir fyrir óyfirstíganlegum skuldum fá sérstaka meðferð og virðast teknir yfir aðra fjárfesta sem verða að bíða sem annars flokks fjárfestar á meðan skuldakóngurinn fær fyrsta flokks forgangsþjónustu.

Líklegt er að óafgreitt Icesave hafi sett strik í reikninginn fyrir Haga og erlenda fjárfesta sem áttu að dæla peningum inn í fyrirtækið.  Þeir virðast hafa horfið.  

 


mbl.is Arion banki segir líklega nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svona virðist þetta vera eins og þú segir því miður og það í aðeins 300.000 manna þjóðfélagi - misjöfn eru mannanna verk

Jón Snæbjörnsson, 14.1.2010 kl. 08:04

2 Smámynd: corvus corax

Átti einhver von á skynsemi eða sanngjarnri meðferð skuldamála í höndunum á smáfylkingunni og Vinstri glærum? Ekki ég a.m.k...... Þeirra eru svikin við almenning eins og best sést á hinni týndu (skjald)borg um hagsmuni heimilanna.

corvus corax, 14.1.2010 kl. 08:29

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta virðist rétt skilgreining hjá þér. Hvenær skildi verða jafnræði með skuldurum á Íslandi..Ætti ekki að vera flókið en.....

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.1.2010 kl. 08:33

4 identicon

Helstu fjárfestarnir sem hafa komið með gjaldeyri inn i landið hafa verið í fjárfestingum tengdum ál- og orkuiðnaðinum.

Fjárfestar í öðrum greinum hafa yfirleitt verið e-r fakírar eða sjeikar sem hafa gufað upp við nánari skoðun.

Sennilega hefur það verið eins í þessu tilfelli.

TH (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:05

5 identicon

Er eðlilegt að gjalþrota menn fái að sitja fundi þar sem gjalþrot þeirra er rætt??

joi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband