13.1.2010 | 22:55
Exista loksins kistulagt?
Samkvæmt frétt á visir.is virðist dauðastríð Exista loks á enda, en þar segir:
"Exista verður lagt niður í núverandi mynd og forstjórar þess Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, munu að öllum líkindum hætta, samkvæmt heimildum fréttastofu, en til stendur að leggja nauðasamninga Exista, sem er móðurfélag Símans, VÍS og Lýsingar, fram í febrúar næstkomandi."
Ég endurtek það sem ég skrifaði fyrir 3 mánuðum:
Það hefur lengi legið fyrir að Bakkabræður eru með tapaða stöðu í Exista. Dauðastríð þeirra er orðið vandræðalegt og sýnir hversu seinvirk stjórnvöld eru að taka á stórlöxum.
Það er líka athyglisvert hvers vegna Bakkabræður hafi ekki fyrir löngu gert það eina viturlega í stöðunni og það er að segja af sér og láta hreingerninguna og uppgjörið hjá Exista í hendur nýrra aðila.
Dómgreindaleysi og lítil sjálfsþekking virðist vera einkennismerki gömlu útrásarvíkinganna.
------
Þessir bakkabræður voru sko engir venjulegir bakkabræður!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nauðarsamningar slá triki yfir allt hið liðna - sem sé það kemur ekkert upp á yfirborðið af svikunum, ligunum, fölsununum og öðru ógeði sem leynist þarna. Þetta er samkvæmt því sem Sigrún Davíðsdóttir lýsti í pisli sínum í dag/gær! Það er því rétt að Bakkabræður eru engir venjulegir bakkabræður - þeir fagna á Þingvöllum og í Fljótshlíðinni!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 13.1.2010 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.